Púsl - við líka?

Ég verð að viðurkenna að mér finnst nýja myntin bara nokkuð skemmtileg. Hún hefði verið skemmtilegri hefðu þeir notað Brittaníu í staðinn fyrir skjaldamerki Betu gömlu, en svona eru royalistarnir.

Væri ekki gaman að gera eitthvað skemmtilegt við íslensku myntina? Fiskarnir eru farnir að þreytast. Kannski ættum við að nota kort af íslandi.

200kr. Kortið allt.
100kr. Hálendið.
50kr.  Vesturland.
10kr. Norðurland.
5kr. Austurland.
1kr. Suðurland.

Fyrst við erum að dúlla við peningana okkar gætum við lagað seðlana líka. Hvernig væri að fara aftur til gömlu krónunnar þar sem fallega staði á landinu var að sjá? Þetta yrðu auðvitað nýjir seðlar og ný hönnun. Ég get ímyndað mér að Gullfoss, Herðubreið, Dyrhólaey og fleiri staðir kæmu vel út. Svo væri hægt að nota okkar merkilegustu mannvirki líka. 

Nei? Já? 


mbl.is Lítil ánægja með nýtt útlit pundsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Humm -  tekur það því nokkuð að vera að breyta???  Förum við ekki alveg að fá Evrur, pund eða e-n annann gjalmiðil hvort eð er??  !!!  Bara spyr  Kv.

Auður (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 22:17

2 identicon

Hver getur nefnt hvaða fólk er á íslensku seðlunum og hvers vegna því hlotnaðist þessi heiður?

KátaLína (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 05:19

3 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

500 kr. - Jón Sigurðsson; almennt merkileg fígúra úr sjálfstæðisbaráttu Íslands.

1000 kr. - Brynjólfur Sveinsson; Skálholtsbiskup, fornritasafnari, "helvítið 'ann Brynjólfur sem sædd'ana".

2000 kr. - Jóhannes Sveinsson Kjarval; af mörgum talinn merkasti listmálari Íslendinga.

5000 kr. - Ragnheiður Jónsdóttir; biskupsfrú, hannyrðakona, kennari. Á seðlinum eru einnig myndir af Gísla manni hennar og fyrrverandi eiginkonum hans.

Hví þetta fólk var valið veit ég hinsvegar ekki. Mér skilst að Ragnheiður hafi verið svona aþþíbara, verðum að hafa eina kellingu dæmi.

Persónulega finnst mér að við eigum að taka upp evru - en hana má svosem skreyta að vild. Þar sem fjórar seðlagerðir eru í umferð má hugsa sér ýmsa kvartetta: fyrstu fjóra forsetana, landshlutana, landvættirnar...hugsanlega væri flott að skella einum landsfjórðungi á hvern seðil ásamt landvætt fjórðungsins og svosem eins og einum fossi eða fjalli. Ég legg til að Búlandstindurinn birtist á seðli austurlandsfjórðungs.

Svo geta menn rifist um hver þarf að láta sér 2000kallinn duga.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 6.4.2008 kl. 09:33

4 Smámynd: halkatla

bara svo lengi sem við tökum ekki upp evru

halkatla, 6.4.2008 kl. 10:10

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Var einhver ástæða til að nota aþþíbara kérlingu? Af nógu er að taka. Bríet kemur í hug og Sigríður í Bratthlti.

Hvert evruland hefur sína mynt, en seðlarnir eru allir eins. 

Villi Asgeirsson, 6.4.2008 kl. 12:04

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þess má svo geta að það eru fleiri en fjórir evruseðlar í umferð.
Myntir: 1c, 2c, 5c, 10c, 20c, 50c, 1e, 2e.
Seðlar: 5e, 10e, 20e, 50e, 100e, 500e og gott ef er ekki líka 1000 evru seðill.

Villi Asgeirsson, 6.4.2008 kl. 12:09

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta er flott mynt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.4.2008 kl. 13:49

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Skemmtileg pæling en ég tek undir spurninguna hennar Auðar

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.4.2008 kl. 20:18

9 identicon

Ég er virkilega mótfallinn því að við séum að taka upp evru ef allir seðlarnir eiga að vera með sömu myndunum!

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 20:29

10 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Hér kemur þín fyrsta færsla  

Þú talar um hvort þú einhverjir munu lesa þetta og það hefur verið gert og þú hefur enst lengur en í viku.

Í næstu færslu talar þú um myndina þína sem er orðin veruleiki.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.4.2008 kl. 23:19

11 identicon

Villi, þú gleymdir 200 evru seðli og það er ekki til 1000 evru seðill, 500 er sá stæðsti

Guðmundur (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 08:22

12 Smámynd: Villi Asgeirsson

Takk fyrir það, Guðmundur.

Villi Asgeirsson, 7.4.2008 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband