Ég passa í dag og á morgun...

Mats er að verða 14 mánaða. Hann hefur verið meira og minna veikur, með kvef og flensur, síðan í október. Hann fer á dagheimili tvo daga í viku, á fimmtudögum og föstudögum. það er hægt að bóka að á sunnudegi er hann kominn með hor í nös og á mánudegi er hann með hita. hann er rétt að ná sér um miðja vikuna þegar hann fer aftur á dagheimilið og nær sér í næstu pest. Læknarnir segja að veturinn í ár sé sérstaklega slæmur, en að hann sé kannski viðkvæmari en gengur og gerist. 1. apríl verða teknir úr honum nefkirtlarnir. Þetta er rútínuaðgerð, á hverjum morgni fara fimm börn í þessa aðgerð á Spaarne sjúkrahúsinu í Hoofddoorp, þar sem hann mun fara.

Við eru að koma heim á sunnudaginn, svo það var ákveði að Mats færi ekki á dagheimilið í þessari viku. Við nennum ekki að vera með flensubarn á ferðalagi. Ég tók mér frí í vinnunni til að passa hann þessa tvo daga. Það er vonandi að hann verði sprækur i næstu viku. 

 


mbl.is Flensufaraldur vekur ugg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Minn minnsti hefur verið voða flensugjarn í vetur, meira heima en á leikskólanum sem hann byrjaði á í haust. Skárri núna. Núna er ég heima með ömmustrák á sama aldri, því mamma hans þurfti að vinna en hann fór ekki á leikskólann. Engir nefkirtlar teknir hér, heldur fór minn á tvöfaldan pensillínkúr og svo er bara að passa lýsið, en þetta lítur vel út núna. Hefur verið frískur í alveg heilan mánuð núna rúmlega svo þetta lofar góðu.

Birna M, 13.3.2008 kl. 12:44

2 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

ÆÆii leiðinlegt með svona flensur !!! Vonandi fer Mats nú að hressast !!!

Sigrún Friðriksdóttir, 13.3.2008 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband