23.10.2007 | 08:08
Júbbí
Júbbí er dáinn.
Við fundum hann liggjandi í ganginum á laugardagskvöld. Hann gat varla staðið upp. Ég fór með hann til dýralæknis. Hún fann blóð í þvaginu og vildi skoða hann betur, svo ég skildi hann eftir. Við skoðun kom í ljós að hann var með rifu á þvagblöðrunni og slitin liðbönd í vinstri afturlöpp. Það lítur út fyrir að hann hafi fengið mikið högg milli lappanna. Hann hefur sennilega dottið einhverja metra niður á eitthvað, eða einhver hefur sparkað í hann. Það er sennilega líklegast, því á liðböndunum var að sjá að höggið kom innan frá. Hann hefur því ekki orðið fyrir bíl eða lent milli stafs og hurðar. Hann var í góðu formi og svoleiðis kettir lenda yfirleitt á fótunum ef þeir detta. Hann hafði verið hjá dýra síðan um helgina og á mánudag leit út fyrir að hann myndi jafna sig, en hann dó um átta leytið.
Við munum sakna hans, en það er líka leiðinlegt að Mats mun ekki geta leikið við hann. Þeir voru farnir að dúlla sér saman. Júbbí vissi auðvitað af Mats frá upphafi, en Mats hefur verið að uppgötva hann á síðustu vikum. Stundum sá maður þá saman. Þá hafði Júbbí komið upp að Mats til að þefa eða hvað það er sem kettir gera, og þá hafði Mats gripið til hans. Ef Mats náði taki á honum var togað, en aldrei gerði Júbbí neitt til baka. Dýr eru svo skynsöm, þau skilja að um óvita er að ræða. Svo var svo sniðugt að sjá þegar Mats var í barnastólnum, fór Júbbí upp á afturlappirnar og þefaði af hendinni og fékk bros og hlátur þegar Mats fann fyrir blautu nefinu. Svo kom Júbbí oft þegar Mats lá í fanginu á manni. Hann vildi vera með og það tókst því Mats fór, eins og dáleiddur, að fitla við feldinn. Það var eins og þeir væru orðnir perluvinir.
Júbbí var næstum því 10 ára. Hann fæddist í nóvember 1997. Hann hefur því fylgt mér síðan ég kom til Hollands. Leiðinlegt að hann sé farinn.
Þá vitið þið það.
Við fundum hann liggjandi í ganginum á laugardagskvöld. Hann gat varla staðið upp. Ég fór með hann til dýralæknis. Hún fann blóð í þvaginu og vildi skoða hann betur, svo ég skildi hann eftir. Við skoðun kom í ljós að hann var með rifu á þvagblöðrunni og slitin liðbönd í vinstri afturlöpp. Það lítur út fyrir að hann hafi fengið mikið högg milli lappanna. Hann hefur sennilega dottið einhverja metra niður á eitthvað, eða einhver hefur sparkað í hann. Það er sennilega líklegast, því á liðböndunum var að sjá að höggið kom innan frá. Hann hefur því ekki orðið fyrir bíl eða lent milli stafs og hurðar. Hann var í góðu formi og svoleiðis kettir lenda yfirleitt á fótunum ef þeir detta. Hann hafði verið hjá dýra síðan um helgina og á mánudag leit út fyrir að hann myndi jafna sig, en hann dó um átta leytið.
Við munum sakna hans, en það er líka leiðinlegt að Mats mun ekki geta leikið við hann. Þeir voru farnir að dúlla sér saman. Júbbí vissi auðvitað af Mats frá upphafi, en Mats hefur verið að uppgötva hann á síðustu vikum. Stundum sá maður þá saman. Þá hafði Júbbí komið upp að Mats til að þefa eða hvað það er sem kettir gera, og þá hafði Mats gripið til hans. Ef Mats náði taki á honum var togað, en aldrei gerði Júbbí neitt til baka. Dýr eru svo skynsöm, þau skilja að um óvita er að ræða. Svo var svo sniðugt að sjá þegar Mats var í barnastólnum, fór Júbbí upp á afturlappirnar og þefaði af hendinni og fékk bros og hlátur þegar Mats fann fyrir blautu nefinu. Svo kom Júbbí oft þegar Mats lá í fanginu á manni. Hann vildi vera með og það tókst því Mats fór, eins og dáleiddur, að fitla við feldinn. Það var eins og þeir væru orðnir perluvinir.
Júbbí var næstum því 10 ára. Hann fæddist í nóvember 1997. Hann hefur því fylgt mér síðan ég kom til Hollands. Leiðinlegt að hann sé farinn.
Þá vitið þið það.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:11 | Facebook
Athugasemdir
Innilegar samúðarkveðjur, ég missti minn kött í sumar og þetta er sárt
Knús til ykkar Mats
Sigrún Friðriksdóttir, 27.10.2007 kl. 00:17
Takk fyrir það. Þetta hefur verið erfið vika. Nú erum við farin að horfa í kring um okkur. Það er svo tómlegt án dýra. Þetta er ekkert nema vinna og verk, sandurinn, maturinn, dýralæknar þegar veikindi steðja að eða þegar nágrannakötturinn hefur náð að bíta eða klóra, þetta er alltaf fyrir manni og vælir við dyrnar. Nú er ekkert...
Það er auðvelt að tala fallega um þá sem farnir eru, en Júbbí var enginn engill. Nágrannakötturinn fékk oft að finna fyrir því og ég er feginn að við grannarnir höfum alltaf haft það fyrir reglu að hver sér um sinn kött. Annars hefði þetta orðið dýrara grín en það varð. Svo átti hann það til að ráðast á fósturmömmuna þegar hann var yngri. Hann réðst aldrei á mig, en stundum fann hún kött hendast aftan á hana og klærnar læstast í lappir eða bak. Hann var að vísu hættur þessu. Sem kettlingur var hann soldið í bilaðri kantinum. Hann fór upp í bókahillu í stofunni og ruddi bókunum úr henni og á gólfið. Þetta gerðist yfirleitt á næturnar. Við vöknuðum við skruðninga og læti og fórum fram úr að kíkja. Það lágu bækur út um öll gólf og lítill köttur horfði á okkur hálfglottandi.
Hann hafði róast mikið með árunum og var orðinn hinn yndislegasti. Hann klóraði aldrei í húsgögn. Fyrirmyndarkisi sem er og verður saknað.
Villi Asgeirsson, 28.10.2007 kl. 10:06
Innilegar samúðarkveðjur. Það er sárt að missa dýrin sín. Þegar Gússi kötturinn minn dó af einhverjum dularfullum ástæðum, gat ég ekki mætt í vinnuna í nokkra daga á eftir ég var svo miður mín. Hann tók alltaf á móti mér þegar ég kom úr vinnunni og ég lagði hann yfir axlirnar á mér í kringum hálsinn og þar hékk hann alltaf í dágóða stund eftir að ég kom heim. Svo svaf hann hjá mér líka
Margrét St Hafsteinsdóttir, 28.10.2007 kl. 22:24
Innilegar samúðarkveðjur. Ég var í burtu þegar þú skrifaðir þetta en hefði viljað koma þessari kveðju strax til þín.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 29.10.2007 kl. 17:30
Elsku litli kallinn, ég samhryggist þér innilega - Það er fallegt sem þú skrifar um hann hér (þau eru svo yndisleg þess dýr)
tveir kettir sem ég elskaði útaf lífinu hurfu bara, annar þeirra var í pössun útí sveit. Nýlega var ár liðið frá því að hinn kisinn hvarf, ég veit ekki hvort ég mun nokkru sinni komast yfir það og það er svo erfitt að vita ekki hvað skeði.
halkatla, 30.10.2007 kl. 21:47
Takk fyrir það, Anna Karen. Ég átti kött í sveit fyrir mörgum árum þegar ég var krakki. Hann hvarf einn daginn. Ég held mér hafi verið sagt að hann hafi dottið í Ölfusá frekar en Þjórsá, en efast um það. Sennilega bara enn eitt Dularfulla Kattarhvarfið.
Annars hef ég heyrt að ef þeir finni að tími sé kominn á þá leiti þeir af stað þar sem þeir geta dáið í friði.
Villi Asgeirsson, 30.10.2007 kl. 22:54
samúðarkveðja úr undirdjúpunum
Ólafur fannberg, 31.10.2007 kl. 15:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.