Alltaf er það Bush!

Hver verður arfur Bush stjórnarinnar? Stríð í mið-austurlöndum, njósnað um bandaríska þegna, lýðræðið (eða bandaríska útgáfa þess) mölbrotið, fólki rænt úti á götum í Evrópu og kalda stríðið endurvakið. Þegar ég las að rússar væru að pirrast hafði ég á tilfinningunni að Bandaríkin stæðu á bak við það og viti menn, það var líka raunin.

Er ekki kominn tími á að Evrópa standi upp og segi hingað og ekki lengra? Bandaríkin eiga að vera vinveitt þjóð, en það er spurning hvort við séum ekki í slæmum félagsskap. Bandaríkjaforseti lætur eins og hann sé alheimsforseti. Hann er kosinn af misvitru fólki sem hefur verið heilaþvegið með þjóðsöngvum og þjóðrembu. Flestir vita lítið sem ekkert um umheiminn en fá þó að kjósa fífl sem vaða yfir heiminn eins og þeir eigi hann. Það versta er að "við" gerum þeim ekki erfitt fyrir.

Það er kominn tími á að kæla samband okkar við Bandaríkin og halda því sambandi "kúl" þar til maður eða kona með heila kemst að í Washington. Ég vil ekki verða skotmark vegna tilbúinnar hættu. Við lifðum kalda stríðið af þrátt fyrir Kúbudeiluna, misskilninginn 1982 og fleiri atvik. Viljum við virkilega fá það ástand aftur?


mbl.is Pútín hótar mótaðgerðum komi Bandaríkjamenn upp eldflaugavarnakerfi í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband