Ísland, allra vinur.

Það sem íslendingar gætu gert til að auka á öryggið heima og erlendis.

Ísland er land án hers. Útlendingum finnst það stórmerkilegt. Jú, við erum meðlimir í NATO en þð er allt í lagi því við látum gott af okkur leiða. Þetta var allavega svona. Ísland hafði engan her og hafði aldrei tekið þátt í styrjöld. Orðstýr Íslands var hreinn, okkur var treyst af öllum heiminum.

Að hafa komið sér á sauðalistann um árið voru stærri mistök en margir gera sér grein fyrir. Það sem núverandi ríkisstjórn mætti gera er:

1. Draga til baka stuðning Íslands við stríðið í Írak. Þetta voru mistök sem þjóðin sá fyrir, þó að ríkisstjórnin hafi verið blind.

2. Hætta við öll áform um íslenskan her og leyniþjónustu. Þetta hljómar allt eins og einhver hafi horft of mikið á Stöð 2 og spæjaraþættina þar. Íslenskur her yrði hvort eð er bara hlægilegur. Hvern myndi leynisþjónustan svo njósna um?

3. Tryggja að Ísland haldi áfram að vera opið og frjálst samfélag.

Hinum norðurlöndunum hefur gengið tiltölulega vel að leysa alþjóðadeilur. Til að vera tekinn alvarlega verða hlutirnir að vera í lagi heima hjá manni og maður getur ekki hengt sig í pilsið hjá einum aðilanum. Er ekki komið að okkur að vera besta land í heimi? Möguleikarnir eru til staðar, málið er bara að klúðra þeim ekki.


mbl.is Íslendingar á tímamótum í öryggismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Óttast að þessu verði klúðrað.

Hugsaðu þér hvað Ísland gæti verið mikill griðastaður fyrir alla, til að leysa deilur sýnar án vopna.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 13.6.2007 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband