3.10.2013 | 09:01
Framtíð Íslands...
En þeir eru til sem hafa ekki trú á Íslandi, þeir sem ala á sundrung og þeir sem aðhyllast öfgakennda hugmyndafræði og líta á hvern þann vanda sem upp kemur í samfélaginu fyrst og fremst sem tækifæri til að innleiða þær öfgar, sagði Sigmundur Davíð.
Íslandssagan í meira en 1100 ár sýnir að þegar við Íslendingar höfum trú á landinu okkar og okkur sjálfum og þegar okkur auðnast að standa saman en látum ekki sundrung og niðurrifsöfl draga úr okkur þrótt, þá farnast okkur vel.
Merkileg orð sem forsætisráðherra lét falla. Á meðan girðingar og lögreglumenn halda "skrílnum" frá þingmönnum, talar hann um niðurrifsöfl og "þá sem ala á sundrung og aðhyllast öfgakennda hugmyndafræði".
Ég get ekki betur séð en að SDG (innlend skammtöfun) og hans félagar séu þeir einu sem ala á sundrungu og öfgakenndri hugmyndafræði. Við hverju bjóst ríkisstjórnin? Grjótkasti? Mólótov kokkteilum? Í hvernig hugarheimi lifir þetta fólk? Og sé hætta á þessum öfgakenndu ofbeldisverkum, er þá ekki eitthvað að í þjóðfélaginu? Er ekki hugmynd að finna meinið og vinna á því í sátt við kjósendur, fólkið sem kom SDG og félögum á þing?
Þjóðin er sundruð. Það er enginn vafi á því. En af hverju? Er það af því stjórnvöld og peningaöflin hafa alið á sundrungu eða er það af því íslendingar eru svo heimsk þjóð?
Við höfum verið mötuð á stóriðjustefnunni í mörg ár. Allt er ál sem glóir. Verksmiðjur eru fyrir alvöru fólk. Jafnvel þegar sýnt er að álvinnsla er í vanda, vilja þeir virkja meira, skemma meira, svo hægt sé að byggja fleiri álver.
Listir og menning er eitthvað sem fólk getur dundað sér við í tómstundum ef það nennir. Útlendingar, þessir leiðinlegu túristar, eru til þess eins að blóðmjólka og senda svo heim. Þeir gefa sama og ekkert af sér hvort eð er.
Nei, stóriðjan er málið. Eitthvað annað er ekkert.
Flugvöllurinn skal fara. Skiptir ekki máli hvort við höfum efni á því að byggja nýjan ákkúrat núna eða ekki.
ESB er útlensk skammstöfun og útlendingarnir skilja okkur hvort eð er ekki.
Svo sér maður þjóðina klofna, rífast, sveitavarginn bölva lattelepjurunum. Þeir gefa okkur bein til að rífast um og við hlýðum eins og barðir hundar.
Við erum ein þjóð í einu landi. Við getum haft það fínt. En aðeins ef við hættum að láta ata okkur saman í einhverjum tilgangslausum hanaslag. Það eru öfl í samfélaginu sem ala á sundrungu því þau vita að ef þjóðin ákveður að standa saman, verður bylting. Ekki með pottum og pönnum, bensínsprengjum og líkamsárásum, heldur bylting hugarfars.
Og bylting hugarfars, að þjóðin klifri upp úr skotgröfunum og sættist, er það eina sem "þau" eru hrædd við.
Texti við mynd sést víst ekki almennilega, en hann er: Sá þessa auglýsingu á MBL. "Eftir að rekstur hefst..." Nákvæmlega. Þá er búið að rústa náttúrunni sem fer undir vatn. Disinfo, DoubleSpeak, eins og þeir segja í útlandinu.
Minnkar um 20 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:03 | Facebook
Athugasemdir
Takk :)
Sigurður Haraldsson, 4.10.2013 kl. 00:38
Lítið... ;o)
Villi Asgeirsson, 4.10.2013 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.