Alræðisríkið Ísland?

Ögmundur er að missa sig í ruglinu. Eftirfarandi frétt birtist á Pressunni, Er CERT-ÍS nýr stóri bróðir? Fær heimildir til að skoða netsamskipti Íslendinga án dómsúrskurðar.

Í frumvarpinu er CERT-ÍS fengin heimild til að skoða samskipti á netinu án dómsúrskurðar. Hvað er næst? Húsleitir án dómsúrskurðar ef einhver hefur það á tilfinngunni að maður sé ekki að hlýða lögum? Ég sé engan mun á því að yfirvöld gramsi í tölvupóstinum og venjulega póstinum, án þess að fá til þess heimild.

Þór Saari sagði eftirfarandi í athugasemd á fésbókarsíðu Evu Hauksdóttur. "Það var reynt að keyra frumvarpið gegnum þingið með hraði og án skoðunar fyriri jól en var stoppað af nefndinni (umhverfis- og samgöngunenfd) einmitt vegna þessara heimilda." Innanríkisráðherrann virðist ekkert vilja láta hið svokallaða lýðræði flækjast fyrir sér.

Þetta er skref í alræðisátt og verður að stoppa. Big brother is watching you.

Spurning af hverju ekki einu orði er eytt í þetta á MBL... 

Af einhverjum ástæðum get ég ekki sett in hlekk, en hér er slóðin: http://www.pressan.is/frettir/lesafrett/er-cert-is-nyr-stori-brodir-faer-heimildir-til-ad-skoda-netsamskipti-islendinga-an-domsurskurdar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er allt að koma fram sem sagt hefur verið um kommúnistana í stjórnkerfinu, ég hefði aldrei trúað þessu.  En svo kemur það bara í ljós.  Er þetta ekki bara netlöggann hans Steingríms?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2012 kl. 21:27

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þetta mál er stærra en Steingrímur. ESB var að skrifa undir alþjóðareglur sem banna alla notkun vörumerkja, lagatexta og alls höfundavarins efnis. Það á líka við um tölvupósta. Allt skal skannað, og finnist þeim þú brotleg, má framselja þig til landsins sem finnst það eiga eitthvað vantalað við þig.

Þetta er ekki kommúnismi. Þetta er líkara fasisma. Við verðum öll að berjast við þetta, nema okkur langi rosa mikið að upplifa 1984 eins bókin lýsti því.

Villi Asgeirsson, 27.1.2012 kl. 00:06

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er eiginlega ekki hissa í raun og veru vinur minn mikill hugsuður sem býr í Þýskalandi sagði við mig fyrir nokkrum árum.  Þeir eiga eftir að banna netið, því með því missa þeir of mikil völd. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2012 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband