22.1.2012 | 14:25
Sleppum Geir og komum Sjálfstæðisflokknum í stjórn.
Þetta mun taka vikur, kannski fram á vor. Kannski vona Bjarni, Ögmundur (hvað er hann að gera í þessum hópi?), Össur og félagar að stjórnin falli fyrir þann tíma. Kosningar. Koma þessu 40% fylgi sjálstæðismanna inn á þing. Þá er hægt að afgreiða málið í eitt skipti fyrir öll. Vísa því frá. Gleyma svo þessu meinta hruni sem fólk er alltaf að tuða yfir.
Nei, Össur vill stjórnina ekki feiga. Hann vill bara ekki fara í vitnastúkuna.
Bjarni vill þessi 40% inn á þing.
Ögmundur? Vill hann ekki bara formannssætið í VG og gott sæti í hægri-vinstri stjórn?
Svo kemur sér ágætlega að þetta mál tekur tíma sem annars hefði farið í að ræða tillögur stjórnlagaráðs.
Þessir þingmenn eru ekki að vinna fyrir þjóðina. Þeir eru i fléttuleik, klækjapólitík. Þeir eiga ekki heima á þingi.
Eða hvað veit ég? Kannski vilja þeir allir vel.
Við munum vanda okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Athugasemdir
Klækjapólitík er það. Og nákvæmlega það sem við þurfum á að halda nú..
hilmar jónsson, 22.1.2012 kl. 15:27
Reyndar sammála því að þetta er allt saman klækjapólitík. Veit ekki hvernig við tæklum málin það verður erfitt. En samt.... það er alltaf von.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2012 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.