Lygar

Arabíska vorið er að breytast í vetur. Túnis má kjósa og það er í sjálfu sér gott. Kosningaþáttaka er um 80% sem er framar vonum. En... og það er stórt en. Sá flokkur sem flest atkvæði virðist fá er íhaldssamur trúarflokkur sem vill innleiða sharia lög. Það er talað um nýja stjórnarskrá. Á hverju verður hún byggð? Og hvað gerum við, vesturveldin, ef túnisar kjósa yfir sig hóp öfgamanna? Nú eru "frelsarar" Líbýu að tala um sharía. Til hamingju, NATÓ.

Í vikunni var því lýst yfir að Líbýa væri frelsuð undan oki Gaddafi. Harðstjórinn er dauður. Gott mál, því það hefði verið ansi erfitt fyrir NATÓ að svara fyrir þá stríðsglæpi sem við höfum orðið sek um. Að svara því hvernig stjórn sem innleiddi heilbrigðis- og skólakerfi sem Bandaríkin geta ekki státað sig af og Evrópa er að skera niður gat verið verri en þeir öfgamenn sem nú munu komast til valda.

Málið er að óþekkir "harðstjórar" gátu verið pirrandi því þeir hlustuðu ekki alltaf á okkur. Þeir gerðu það sem þeir vildu, oft það sem þeim fannst vera betra fyrir sína þjóð. Þeir voru ekki algóðir, langt í frá. Gaddafi og Saddam voru báðir morðingjar. En það eru fleiri. Við og vinir okkar í öðrum löndum meðtalin.

Ástæðan fyrir innrásunum í Írak og Líbýu hafa ekkert með mannúðarmál að gera. Þau hafa allt með olíu, gull og deyjandi heimsveldi að gera. Við virðumst vera að steypa okkur út í alheimsstríð til að verja peningakerfi vesturlanda, sem er úr sér gengið.

Við höfum alltaf trúað að ef alheimsstríð brytist út, yrðu það vondir kallar frá öðrum löndum sem við þyrftum að verjast gegn. Við yrðum alltaf góðu bandamennirnir. En við erum að setja stríðið af stað. Við erum að gera innrásir í önnur lönd. Við erum nasistaþýskaland 21. aldarinnar. Og alveg eins og þýska þjóðin á sínum tíma, erum við að falla fyrir lyginni.

Ég læt tvö myndbönd fylgja með. Annað útlistar ástæðurnar fyrir innrásinni í Írak. Hitt er vitnisburður sjónarvotts, fréttakonu sem sá eyðilegginguna og drápin sem við, vesturveldin, NATÓ stóðum fyrir. Þetta stríð var háð í okkar nafni. Okkur ber skylda til að skilja hvað er í gangi. Gerðu þér þann greiða að horfa á þessi myndbönd. Mundu að Ísland studdi bæði stríðin í Írak og Líbýu.

 

 


mbl.is Líbíumenn taki upp sjaríalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Sæll Villi og takk fyrir þessi dæmi og skarpar athugasemdir og ábendingar. Þetta með þætti í velferðarkerfi Libíu á dögum Gaddafi sem þú minnist á heyrði ég nýlega um hjá manni sem til þekkir. Það eru ekki upplýsingar sem hefur verið minnst á né hampað í fréttum hérlendis. Hætt er við að dregin hafi verið upp ansi einlit og ófullkomin mynd af ástandinu í Libíu og dæmi um kúgun einvaldsins verið þar í forgrunni.

Fréttaskýringin um væntar raunverulegar ástæður NATO-stórveldanna að baki innrásinni í Libíu "til hjálpar þjóðinni" kemur vel heim við fréttaskýringu sem ég fann á Internetinu (ekki í sjónvarpsfréttum) á sínum tíma um (huldar) ástæður BNA að baki innrásinni í Írak, þ.e. að þá hafi einvaldur þess lands, "heimsfriðsógnandinn", verið með áætlanir á prjónunum um að hætta notkun á dollar í olíuviðskiptunum og að OPEC-ríkin gerðu hið sama.

Að Gaddafi hafi verið kominn svo langt með hugmyndir um að breyta um gjaldmiðil í olíuviðskiptum Libíu og jafnvel annarra olíuríkra Afríkuríkja er afar athyglisvert. Ef af því hefði orðið hefðu BNA og önnur skuldsett iðnríki sem skortir auðlindir mátt biðja fyrir sér.

Það er einkar athyglisvert að þessum upplýsingum hefur ekki verið hampað í fjölmiðlum hér; Ég hef a.m.k. ekki tekið eftir því.

Frásögn Lizzy Phelan er átakanleg og trúverðug, sem sjónarvotts á vettvangi.

Að Libía stefni nú e.t.v. að því að koma á guðveldi að fornum hætti með því að taka upp trúarlög, sharialög, eru síðan afar slæmar fréttir; Séð frá sjónarhorni vestrænna samfélaga sem búa að því að hafa farið í gegnum ferli skynsemispælinga um trúmál á Upplýsingartímabilinu (á 18. öld) og losnað þar með að nokkru leyti úr manngerðum huglægum fjötrum.

Kristinn Snævar Jónsson, 24.10.2011 kl. 10:53

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Takk fyrir það, Kristinn. Ég trúði því í 10 ár að heimurinn væri að batna. Sá draumur dó þegar kaninn svindlaði í kosningum um aldamótin. Það er átakanlegt að sjá Bandaríkin breytast í það "evil empire" sem þeir sökuðu aðra um að vera í den.

Villi Asgeirsson, 24.10.2011 kl. 16:07

3 Smámynd: Steinar Þorsteinsson

Gott innlegg Villi, hef sjálfur verið að benda á þetta og gagnrýna stuðning okkar við þessar herfarir, sem við erum líka ábyrg fyrir í gegnum veru okkar í Nató. En svo virðist sem afar fáir hafi nokkurn áhuga á þessum málum og flestir virðast trúa allri lyginni sem dempt er yfir okkur í meginstraumsmiðlunum. Allt of fáir virðast gera sér grein fyrir því hvernig hlutirnir eru í raun. Vonandi að fólk fari að vakna upp af svefninum langa.

Steinar Þorsteinsson, 24.10.2011 kl. 20:25

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er óskiljanlegt að fólk sé eins sofandi og það er. Veit ekki hvort það skilji ekki hvernig heimurinn virkar, vilji ekki skilja það eða sé hreinlega sama. Ég næ því ekki.

Villi Asgeirsson, 24.10.2011 kl. 21:52

5 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Flestir undirgangast þau "þægindi" að láta mata sig gagnrýnilaust eða -lítið á upplýsingum gegnum fjölmiðlana, án þess jafnframt að leitast við að afla sér upplýsinga með öðrum hætti og víðar til.

Í stað þess að afla sér þekkingar á eigin forsendum láta flestir sér nægja að trúa því sem aðrir segja og telja þeim trú um.

Þetta er sama sagan og á við um trúmál og trúarbrögð.

Þess vegna er fjöldinn ofurseldur þeim sem segja þeim hverju trúa skal og hagar sér í samræmi við það sem þeir láta sannfærast um eða láta telja sér trú um.

Þetta er hið öflugasta stjórntæki þeirra sem gera sér grein fyrir mætti þess og því beita.

Ef breyta á þessu þarf að fá fólk til að afla sér þekkingar í víðum skilningi eða vekja það til vitundar og skilnings á þeirri þörf þannig að það hlusti líka á aðila og upplýsingauppsprettur sem leitast við að miðla "sannari sannleika" eða meiru en bara "hálfsannleika".

Það er á færi þeirra sem búa yfir meiri þekkingu á tilteknum sviðum og gera sér grein fyrir mikilvægi þess að miðla þeirri þekkingu og tilsvarandi upplýsingum með skiljanlegum og sýnilegum hætti til þeirra sem ekki hafa frumkvæði, getu né tíma til þess að afla þeirra á eigin forsendum.

Er það ekki bæði siðferðisleg og lýðræðisleg skylda þeirra sem búa yfir upplýsingum, þekkingu og lausnum að miðla þeim til almennings á jákvæðan og uppbyggilegan hátt, einstaklingum og samfélagi í heild til þroska og þróunar og manneskjulegri og lífvænlegri framtíðar?

Kristinn Snævar Jónsson, 25.10.2011 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband