Telst það morð ef ríkið fremur?

Bandarikin hljóta að vera hrokafyllsti hræsnarinn í samfélagi þjóðanna. Þau þykjast vera lýðræðislegr réttarríki og ráðast á önnur ríki ef þau erru ekki nógu lýðræðisleg. Sérstaklega ef þau drepa eigin þegna. Ríki sem gera svoleiðis er stjórnað af vondum einræðisherrum sem verður að koma frá. Sérstaklega ef olíu er að finna og einræðisherrarnir eru ekki til í að gefa Ameríku forgang í svarta gullið. Annars eru þau látin í friði.

Í nótt sýndu Bandaríkin að þau eru sjálf þriðja heims ríki sem drepur eigin þegna. Sjö af níu vitnum hafa dregið framburð sinn til baka. Eitt þeirra tveggja sem halda fast við söguna er maður sem hefur sjálfur játað á sig morðið. Það eru engar sannanir fyrir því að sá sakfelldi hafi framið glæpinn. Hann hefur neitað sakargiftum í 22 ár. En hann varð að deyja. Myrtur af ríkinu sem vill ekki viðurkenna herfileg mistök í meðferð málsins.

Hverjum er ekki sama. Hann er svartur og vitnið var hvítt. Þetta eru suðurríkin. Þar hafa þeir sína hentisemi í svona málum.

Það er alveg stórmerkilegt að vestrænt ríki skuli enn stunda morð á eigin þegnum. En þetta er svo sem ekkert venjulegt vestrænt ríki. Þetta er Ameríka hin stórfenglega, sem hikar ekki við að gera innrás í önnur lönd, ræna fólki og senda það í fangabúðir án dóms og laga. Þetta er Ameríka sem tekur það ekki í mál að Palestína verði sjálfstætt ríki. Þetta er hrekkjusvínið, hrottinn sem eignar sér skólalóðina, stelur namminu okkar og allir eru hræddir við.

Er ekki kominn tími til að við stöndum upp og látum taka nafn Íslands af lista hinna undirgefnu sem studdu stríðið í Írak og morðið á Saddam Hussain? Er ekki hugmynd að draga stuðning okkar við olíu/gull stríðið í Líbýu og hið óumflýjanlega morð á Gaddafi til baka? Hvernig datt okkur í hug að styðja þann gjörning eftir allt sem á undan er gengið?

Segjum hingað og ekki lengra. Stöndum upp í hárinu á hrekkjusvíninu. Morð eru glæpur og ættu aldrei að vera framin af ríkjum.


mbl.is Troy Davis tekinn af lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Þeir drepa mannskepnuna, og það stendur ekki í þeim....en eru á móti Hvaladrápi!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Halldór Jóhannsson, 22.9.2011 kl. 07:03

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er furðulegt réttarfarið í BNA. Hafi maður á annað borð verið dæmdur til dauða, getur nánast ekkert komið í veg fyrir aftöku. Nýjar upplýsingar sem benda til sýknu sakbornings duga ekki. Ekkert minna en alger og skotheld sönnun á sakleysi dugir til þess.

Eftir að kerfið hefur fellt sinn dóm er ekkert til sem heitir "að sekt skuli vera hafin yfir allan vafa" því komi upp vafi er kerfið látið njóta vafans, ekki sakborningurinn, sér í lagi ef hann er ekki hvítur.

Svo telja þessir endaþarmar sig þess umkomna að fara um heiminn veð vopnavaldi breiðandi út sitt réttlæti.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.9.2011 kl. 07:48

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta eru ekki skrif í jafnvægi. Bandaríkin eru sannarlega lýðræðislegt réttarríki og lýðræðislegra en Evrópusambandið. Greinin er mótuð af óvild gagnvart Bandaríkjunum, sem eru þó helzti bakhjarl Sameinuðu þjóðanna í verkefnum þeirra.

Aftaka Troys Davis er sannarlega harmsefni, en þetta eru ljót mistök í dómsmálum, og mistök eiga sér stað í öllum ríkjum í réttarfarsefnum. En ef tilgangurinn er fyrst og fremst að gagnrýna dauðarefsingu, ætti greinarhöfundur líka að beina augum sínum að Kína, þar sem fara fram sennilega a.m.k. 150 sinnum fleiri aftökur árlega (um eða yfir 8.000) heldur en í Bandaríkjunum, en íbúar Kína eru innan við fimm sinnum fleiri en Bandaríkjamenn.

Ennfremur er rangt að segja: "Þetta er Ameríka sem tekur það ekki í mál að Palestína verði sjálfstætt ríki," því að Bandaríkin setja sig ekki upp á móti því sem slíku, heldur er krafa Obama einfaldlega sú, að til þess ríkis verði stofnað eftir samninga við Ísrael, einmitt í þágu varanlegra skuldbindinga um að halda friðinn. Meðan hryðjuverkasamtök (Hamas), sem hafa staðið fyrir daglegum flugskeytaárásum á Ísrael og gera það enn, hafa afar sterk áhrif í stjórnmálum Palestínu (og hér geri ég ráð fyrir, að Gaza verði með í lýðveldinu nýja), þá er ennfremur ekkert sjálfgefið mál, að öll ríki samþykki þessa aðild sjálfstæðrar Palestínu að SÞ.

Merkilegt annars, að Palestínuarabar hefðu getað fengið þarna fulla viðurkenningu sjálfstæðs ríkis og fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum strax árið 1948, fyrir 63 árum, ef leiðtogar þeirra hefðu ekki sjálfir kosið að hafna því.

Jón Valur Jensson, 22.9.2011 kl. 09:41

4 identicon

Jón Valur - Það var rétt hjá þér að mynnast á þetta, því unga fólkið á blogginu veit lítið og oft ekki neitt, en gasprar samt eftir óstaðfestum lygafréttum fjölmiðla og pá sérstaklega þeirra vinstri sinnuðu, sem vilja engum vel nema sjálfum sér og vilja skapa anarki allsstaðar.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 10:25

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Jón Valur - Svo skal böl bæta með að benda á eitthvað annað. Kína traðkar á mannréttindum milljóna manna, rétt er það. Tíbet er dæmi um heila þjóð sem verið er að þurrka út. Ef ekki líkamlega, þá menningarlega. Ólíkt Kína, þykjast Bandaríkin vera vagga lýðræðis og jafnréttis. Bandaríkin tilheyra því sem við köllum "vesturlönd". Eftir því em ég best veit, eru þau eina landið sem leyfir dauðarefsingar.

Það er svolítil tvöfeldni í því að í þeim fylkjum þar sem dauðrefsingum er oftast beitt, er fólk yfirleitt á móti fóstureyðingum. Það kallar sig "pro-life". Ég geri þá ráð fyrir að sum líf séu meira virði en önnur. Hræsni.

Burtséð frá því hvort dauðarefsing eigi yfir höfuð rétt á sér, var þessi aftaka furðuleg. Maðurinn hafði verið í falgelsi í 22 ár. Það er lífstíðardómur í flestum löndum heims. Hann var búinn að taka út sína refsingu. Þar fyrir utan var það alls óvíst að hann væri yfir höfuð sekur. Persónulega þykir mér það forkastanlegt að láta taka mann af lífi ef það er hugsanlegt að hann sé saklaus.

V.Jóhannsson - Hvaða óstaðfestu vinstri lygafréttir er ég að gaspra um? Hvað hefur vinstri og hægri með morð að gera? Viltu ekki bara svara pistlinum efnislega? Þá getum við séð hvort við séum sammála eða ekki?

Villi Asgeirsson, 22.9.2011 kl. 13:15

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jón Valur Jensson konungur Íslenskrar hræsni og tvískinnungs stekkur að vanda fram á ritvöllinn sé vegið að hræsni og tvískinnungi Bandaríkjamanna.

Hann segir greinarhöfundi að hann eigi ekki að tala um dauðarefsingar Bandaríkjanna, hann eigi að tala um dauðarefsingar í Kína. Fréttin sem greinarhöfundur skrifar um fjallar um aftöku í Bandaríkjunum, aftöku sem var framkvæmd þrátt fyrir afgerandi vafa á sekt sakbornings, sem er gersamlega út úr kú hjá ríki sem stærir sig af lýðræðishefð sinni og frábæru réttarfari.

Jón Valur reynir, eins og iðulega að ritstýra bloggum annarra og stjórna því um hvað er fjallað og hvernig. Hvað gerir Jón Valur á sínu bloggi þegar menn fara út fyrir efnið og fjalla um annað en hans efnistök, eða reyna að beina umræðunni inn á nýjar brautir?

Hann bregst við harrt og þurrkar út slík innlegg, skoðanaskipti eru ekki leyfð á þeirri síðu nema þau lúti hans lýðræðislegu forsjá, rétt eins og gert er í Kína. Ítrekuð brot á ritstjórnarstefnu Jóns þýða úthýsingu viðkomandi.

Hér er  dæmi, af bloggi Jóns,  um Kínverska ritstjórnarstefnu hans og ástæðu útþurrkunar athugasemdar:

Jón Bjarni, sem settir hér inn langa aths. um allt annað mál en það, sem hér er til umræðu. En hér stendur skýrum stöfum í skilmálum innleggja: "Innlegg skulu fjalla um málefni vefsíðu." Ég hef ekki veitt þér neina forréttinda-undanþágu frá þeirri reglu

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.9.2011 kl. 14:41

7 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ég sá í norska sjónvarpinu í morgun, að meðlimur kukluxklan hafði verið líflátinn í Texas. Það sem var kjarni fréttarinnar, að mótmæli við aftökuna voru ENGIN.

Kv., KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 22.9.2011 kl. 15:07

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Axel Jóhann, það er allt í lagi að Villi skrifi um þetta mál, ég hef ekkert á móti því, sé það gert á sanngjarnan hátt. Ég gleðst að sjá gagnrýna afstöðu hans til Kína, þakka honum orð hans þar um, en ætlast ekki til þess, að Kína taki mikið eða yfirleitt nokkurt pláss í þessar grein hans; bara að vita um afstöðu hans sýnir mér, að væntanlega skrifar hann seinna um þau mál sérstaklega.

Áður en lengra er haldið, skoðið þessa nýstárlegu (?) setningu:

Það er svolítil tvöfeldni í því að í Evrópuríkjum þar sem aftökum ("dauðarefsingum") saklausra, ófæddra barna er oftast beitt, er fólk yfirleitt á móti dauðarefsingum. Það kallar sig "meðmælt lífsrétti". Ég geri þá ráð fyrir að sum líf séu meira virði en önnur. Hræsni.

Ég sjanghæjaði þarna eina klausu Villa og sneri henni upp á Evrópuríkin og setti hina ófæddu í stað dauðadæmdra, meintra stórglæpamanna og öfugt.

Já, hvorra er hræsnin meiri, þeirra sem vilja vernda milljónir ófæddra, en mæla ekki gegn rétti ríkja til dauðarefsinga, sé farið um það að ströngum laga- og réttarfarsreglum, eða hinna sem vilja vernda líf allra stórglæpamanna, jafnvel fjöldamorðingja og þjóðamorðingja, en eru ákafir fyylgjendur þeirra meintu "kvenréttinda",* að árlega séu drepnar um 40-50 milljónir saklausra ófæddra hér á jörðu?

Er það kannski ég einn sem er hræsnari hér, en allir hinir í góðum málum?

En ég lít reyndar ekki á lífsréttinn, þótt helgur sé, sem ótvírætt óskerðanlegan í öllum tilvikum. Það gera raunar fæstir, sem hugleiða rétt ríkja til að verjast innrásarher. Og kristnir menn, sem vita, að ekki leyfist að ráðast á saklaust líf, hvorki fæddra né ófæddra, eru EKKI að hræsna, þegar þeir aðhyllast það viðhorf, að ríkið megi taka fjöldamorðingja af lífi eftir sanngjörn réttarhöld, enda leyfir Heilög ritning berum orðum dauðarefsingu, sjá I. Mósebók, 9.6.

Og Axel, ég er að fjalla hér um efnið, og lestu bara greinar á vef mínum til að sjá, hvernig ég rökræði þar við andmælendur mína, m.a. í gærkvöldi, í nótt og í morgun við þennan Jón Bjarna Steinsson, en banna þeim ekki að ræða málin né hendi þeim út, nema þeir brjóti beinlínis reglur um innlegg þar. En það annars rangminni hjá mér, að þú hafir hent mér út af þínum vef?

Í tilfellinu, sem Axel nefnir, var Jón Bjarni hins vegar að ræða óskylt mál á nýrri vefslóð hjá mér. Ég hef sett þá reglu hjá mér, að slíkt leyfist ekki, enda er vefur minn það mikið heimsóttur og óvinafagnaðurinn þvílíkur um margvísleg mál, að þá hefði ég ekki annað að gera allan sólarhringinn en að svara mönnum um ólíklegustu málefni á vefsíðum, sem fjalla um allt annað í upphafi. Villi, síðueigandi hér, hefur hins vegar ekki þurft að setja neina slíka takmarkandi reglu hér, heldur hefur þessa einu reglu: "Athugasemdir eru ekki ritskoðaðar."

Að innlegg mitt hér og meint "hræsni" sé Axel Jóhanni - sem kannski tilviljun ein ræður að er harður andstæðingur minn trúarlega og pólitískt?! - tilefni til enn einna mannorðsárása á mig, er einfaldlega hans eigin félagslegi ágalli, sem hann verður að glíma við í eigin hugarskoti, ekki minn vandi.

PS. Innlegg Kristjáns hér er ágætt, bendir á það, hvernig ýmsar dauðarefsingar í Bandaríkjunum verða ekki gagnrýndar eins og þessi á Troy heitnum, og blessuð sé minning hans.

* Þessi meintu "kvenréttindi" eru reyndar farvegur fyrir þrýsting og kúgun milljóna karlmanna á konum, þ.e. að láta þær "eyða" burði sínum, af því að þessir karlmenn vilja, að konan taki þannig afleiðingunum af eigingirni þeirra, karlmannanna. Milljónir kvenna hafa orðið fyrir líkamlegu heilsutjóni vegna fósturdeyðinga og enn aðrar orðið að þola vegna þeirra sálræn eftirköst.

Jón Valur Jensson, 22.9.2011 kl. 16:04

9 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Allar dauðarefsingar eru ákveðnar af kviðdómum, skipuðum almennum borgurum. Í sumum fylkjum mátti dómari kveða upp dauðadóm ef sektardómur kviðdóms lá fyrir, en það hefur verið afnumið af hæstarétti Bandaríkjanna. Það er fáránlegt að segja að „bandarísk stjórnvöld“ kveði upp þessa dóma. Dómarar, lögreglustjórar og saksóknarar eru þar lýðræðislega kosnir, ólíkt því sem gerist annars staðar, og þessir dómar eru því að öllu leyti lýðræðislegir. Stjórnvöld koma í raun hvergi nærri nema með því að borga laun hinna opinberu starfsmanna.

Vilhjálmur Eyþórsson, 22.9.2011 kl. 16:12

10 identicon

Villi Ásgeirsson - Hugsunarhátturinn sem skapar þennann pistil þinn, segir allt um það, hvaðan þú gleypir fréttaflutning hráann. EF ég ætti að giska á hvar þú býrð, þá segi ég Svíþjóð, því þar eru allir fréttamiðlar frá A til Ö með eintómt vinstra trams og heilaþvo heimamenn á færibandi og USA er versti óvinurinn. T.d. "Hverjum er ekki sama, hann er svartur og vitnið er hvítt". Hvað kemur svart eða hvítt þessu við? En - Hvað kemur hægri eða vinstri þessu við, en það er einmitt höfuð málið. Það er vinstra tramsið sem þú gleypir hrátt úr fréttamiðlunum sem þú ert að miðla á þessu bloggi.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 17:11

11 identicon

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 17:27

12 Smámynd: Villi Asgeirsson

Jón Valur. - Ég minntist á fóstureyðingar vegna þess að mikið af því fólki sem styður dauðarefsingar í Bandaríkjunum kalla sig pro-life. Eru á móti fórstureyðingum og eiga það til að ráðast á, og jafnvel myrða, þá sem eru á öðru máli. Ég er ekki að taka afstöðu til fóstureyðinga hér, enda er það flókið mál. Eins og þú bendir á er mörgum fóstrum eytt af kolröngum ástæðum. Mér finnst það bara svolítið sérstakt að vera pro-life en hoppa svo af kæti þegar maður, sekur eða ekki, er tekinn af lífi. Annað hvort er rétturinn til að lifa heilagur eða ekki.

Ég bloggaði slatta um Tíbet um árið og á eflaust eftir að gera það aftur ef ég held þessu áfram.

V. - Þú ert að bulla aftur. Klikkaðir á landinu og fjölmiðlum sem ég les. Ég bý í Hollandi,einu hægrisinnaðasta landi Evrópu. Les fjöldan allan af miðlum, íslenska, hollenska, breska og bandaríska. Ef þér sýnist ég vera að éta allt hrátt upp úr sænskum vinstri-málgögnum, máttu skipta um gleraugu. Svaraðu bara pistlinum efnislega og láttu það vera að sálgreina mig.

Villi Asgeirsson, 22.9.2011 kl. 18:33

13 Smámynd: Villi Asgeirsson

Takk fyrir myndbandið, Helgi. Mikið til í þessu.

Villi Asgeirsson, 22.9.2011 kl. 18:40

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér svarið, Villi, þú ert þó ekki einhæft einhliða eins og sumir.

En ekki á það við um mig að hoppa af kæti þegar saklaus maður er tekinn af lífi.

Svo eru það einungis örfáir, kannski teljandi á fingrum annarrar handar, sem drepið hafa lækna eða aðra sem bera ábyrgð á fósturdeyðingum. Ekki er ég skoðanabróðir manna sem beita slíku ofbeldi, þótt þeir kalli sig "pro-life".

Jón Valur Jensson, 22.9.2011 kl. 22:37

15 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Skammastu þín Jón valur að taka upp hanskann fyrir svona hræsnara!

Sigurður Haraldsson, 22.9.2011 kl. 22:38

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvaða hræsnara, Sigurður minn?

Jón Valur Jensson, 22.9.2011 kl. 23:07

17 identicon

samala ter Sigurdur

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 23:47

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jón Valur, þú lokar hægri vinstri á menn fyrir litlar eða engar sakir, en telur þig þess samt umkominn að fara inn á síður þeirra sömu manna og "kommenta" þar eins og þér væri borgað fyrir það, jafnvel þó marg ítrekað hafi verið að þú værir ekki velkominn.

Það er hræsni, en auðvitað er sú staðreind þér hulin, enda áskilur þú þér allan rétt á sama tíma og þú setur öðrum reglurnar.

Útþurkun á athugasemdum er ritskoðun Jón, sama í hvaða búning þú klæðir hana.

Hvað meintar lokanir á minni síðu varðar, þá er hún ólæst með öllu, þó "sumir" séu af framansögðu ekki aufúsugestir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.9.2011 kl. 00:03

19 identicon

Ég geymi mér að ræða Palestínu, Írak, fóstureyðingar og fleira, sem hér hefur borið á góma, en held mig bara við opinbera kenningu kaþólsku kirkjunnar um líflát, sem er þessi: Dauðarefsingu kemur aðeins til álita að beita til að verja þjóðfélagið, og nú á dögum eru slíkar aðstæður mjög óalgengar og nánast óhugsandi (Evangelium Vitae, grein 56). Það geri ég engan ágreining við! Auk þess var málið gegn Davis sáluga bágborið, eins og Benedikt páfi benti á, þegar hann bað manninum griða. Því miður ekki eina dæmið um gagnrýnisvert réttarfar í Bandaríkjunum. Kanarnir ættu að fara eftir því, sem sá ágæti Chaput erkibiskup lagði til, og afnema dauðarefsingu með öllu.

Sigurður (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 01:01

20 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég ræð Sigurði og fleirum, sem hér hafa skrifað eindregið að lesa færslu mína, „Beint lýðræði krossfesti Jesús“ http://vey.blog.is/blog/vey/entry/1193020/#comments. Bandarísk stjórnvöld geta engu ráðið um dauðarefsingar og út í hött að vandlætast út í þau. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 23.9.2011 kl. 01:10

21 identicon

Beint lýðræði krossfesti Jesús“

tvilikt rugl a kvada planetu ert tu

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 05:00

22 Smámynd: Villi Asgeirsson

Dauðarefsing var afnumin í nokkur ár á áttunda áratugnum, svo bandarískum stjórnvöldum er það í lófa lagt ef áhuginn er fyrir hendi.

Þetta með beina lýðræðið og Jésú hefur verið afsannað. Allavega eins og hægt er að afsanna 2000 ára gamlar sögur. Fornleifafræðingar hafa fundið vísbendingar um Pontíus Pílatus og það er afar ólíklegt að hann hafi verið að spyrja gyðinga álits þegar kom að krossfestingum. Man ekki hvað hann krossfesti marga, en þær fóru fram daglega í hans stjórnartíð. Hann hefur sennilega krossfest Jésú án þess að hafa nokkra humynd um að hann yrði þar með einn alræmdasti rómverji sögunnar. Það er líka mjög ólíklegt að hann hafi tekið frelsarann inn á teppið og rætt málin við hann. Að kenna gyðingum um var pólitík, eins og svo margt annað. Svínvirkaði, eins og sagan sýnir.

Villi Asgeirsson, 23.9.2011 kl. 06:12

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svara villum seinna!

Jón Valur Jensson, 23.9.2011 kl. 10:00

24 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

......og svo, eins og venjulega, líður og bíður og engu er svarað, fastir liðir eins og venjulega.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.9.2011 kl. 10:52

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég skil, að þú ert óþreyjufullur, Axel, en ég hef haft öðru að sinna.

Gaf mér ekki einu sinni tíma til að blogga neitt um alllanga hríð! En orð þín eru klisjukennd úr þínum ranni og í sama andúðarandanum og venjulega.

En villurnar eru helztar þessar:

1) Helgi Ármannsson er heldur djarfur að mótmæla því, að "beint lýðræði" (ásamt ýmsu öðru reyndar: hörku æðstu prestanna og farísea og grimmd Rómverja) hafi valdið krossfestingu Jesú. En að vísu var þetta ekkert formlegt "folkevalg", heldur æsingarfundur í hallargarði Pílatusar.

2) Ég þarf ekki einu sinni að rekja það í smáatriðum, hvernig innlegg Villa 23.9. kl. 06:12 er einfaldlega byggt á hans eigin getgátum, þvert gegn heimildum guðspjallanna. Tökum mark á frumheimildum, samtímaheimildum, ekki einhverjum vantrúuðum sem uppi er á þriðja árþúsundi.

3) "Útþurkun á athugasemdum er ritskoðun Jón, sama í hvaða búning þú klæðir hana," segir Axel, en slík ritskoðun er mér heimil, ef menn virða ekki fyrir fram gefnar umgengnisreglur mínar. Það sama á við í prentuðum fjölmiðlum, þeir hleypa ekki öllu efni að, ef málfarið eða málflutningurinn er óásættanlegur. Kallaðu það ritskoðun ef þú vilt. En ég hef einnig lokað á innlegg frá hægra eða t.d. and-islamska kantinum, þetta virkar ekki bara í aðra áttina.

Innlegg Sigurðar 23.9. kl. 01:01 er virðingarvert, ég get skrifað undir margt í því, en ekki orð hins ágæta Chaputs erkibiskups. Fjöldamorðingjar eiga ekki lífi að halda og sízt að geta látið fólk dást að sér og senda sér hrifningarbréf, eins og sagt að ýmsir hafi gert - eða reynt - til Breiviks hins illa. En vitaskuld verður að dæma eftir lögunum; hann fær víst að sleppa við eðlilegustu refsinguna.*

Hinn sæli páfi Jóhannes Páll 2. vann ötullega gegn dauðarefsingum. En hann gerði þá undantekningu, að í löndum, þar sem fangelsi eru ekki örugg (eins og víða í Afríku), megi beita þeim við verstu glæpum. En ekki verður ALGER andstaða við dauðarefsingar byggð á Biblíunni.

* Nú býr Breivik við lystisemdir í fangelsi, miðað við flesta aðra fanga heimsins, sjá um það hér: Hið tiltölulega ljúfa líf sem beðið gæti fjöldamorðingjans Anders Breivik (Eyjan.is 28.7 2011) og Breivik vistaður í lúxusfangelsi (Mbl.is, með myndbandi, 28.7.2011) og Sjónvarp: Breivik í lúxusfangelsi - mbl.is. Annars minnti mig að dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson hefði átt enn betri grein um þetta.

Nú má einnig líta á það sem VERND Breiviks, á kostnað almennings, að honum sé haldið þarna inni. Hann myndi nú varla lifa það af að fá helgarfrí úr fangelsinu!

Jón Valur Jensson, 25.9.2011 kl. 01:42

26 identicon

Jesus turned over the tables, and threw the money changers (bankers) out of the temple. 36 hours later he was dead. No one gets away with fucking with the bankers, not even Jesus.

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 25.9.2011 kl. 05:33

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er alveg laust við að vera sniðugt hjá þér, Helgi. Reyndu að virða Drottins dag, þótt það taki á. Þú gerðir þér ekki einu sinni grein fyrir því, að þetta var Guðshúsið, vettvangur tilbiðjenda og presta frekar "bankastjóra", og að ádeila Jesú hitti í mark. Og ekki var hann ákærður fyrir hörkuna við höndlarana, heldur fyrir meint guðlast, að gera sig jafnan Guði.

En með eftiráspuna geta vantrúaðir vitaskuld haldið áfram að segja hvað sem er. Heimildaleysi Helga er hins vegar sárgrætilegt fyrir hann sjálfan, þótt hann reyni auðvitað að bera sig vel.

Jón Valur Jensson, 25.9.2011 kl. 08:46

28 identicon

ok Jon Valur af kverju segir tu ad eg sje vantruadur I have read the bible every word . en eg er als ekki sammala ter gerir tad mig vantruadan kvad heldur tu eiginlega ad tu sert

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 25.9.2011 kl. 09:35

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ekki nóg að lesa alla Biblíuna til að trúa henni, Helgi minn.

Ekki er ég neitt merkilegur, en þetta veit ég þó.

Jón Valur Jensson, 25.9.2011 kl. 10:25

30 Smámynd: Villi Asgeirsson

Mitt innlegg var alls ekki byggt á eigin getgátum. Það var byggt á fornleifauppgreftri sem sýndur var í þætti gerðum af National Geographic. Ég hafði ekkert með þann þátt eða uppgröftinn að gera. Það sem þar kom fram byggt á samtímaheimildum, 2000 ára gömlu dóti sem legið hefur í jörðinni.

Það ýtti í raun undir mörg af guðspjöllunum sem voru ekki höfð með þegar Biblían var sett saman.

Svo finnst mér það svolítið sérstakt að hægt er að gera grín af öllu nema trú. Sé Guð til og Biblían segir satt og rétt frá, má hún alveg við gríni. Og hafi Guð ekki skopskyn, þá erum við ekki sköpuð í hans mynd. Séum við sköpuð í hans mynd, hefur hann húmor fyrir Helga og öðrum.

Að lokum. Jésú pirraðist í musteri Guðs en ekki banka. Gott og blessað, en hvað eigum við þá að gera við Vatikaninu, einni ríkustu stofnun heims?

Villi Asgeirsson, 25.9.2011 kl. 13:48

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vatíkanið er ekki banki, Villi. Þar eru hins vegar mörg listasöfn, opin almenningi og til þess að njóta, ekki eins og einkasöfn auðmanna vestan hafs.

Fornleifauppgröftur getur aldrei afsannað það, að Jesús hafi verið yfirheyrður og dæmdur af Pílatusi.

Þú manst ekki einu sinni glöggt eftir upplýsingum í þessum sjónvarpsþætti (þín orð).

Jón Valur Jensson, 25.9.2011 kl. 15:38

32 Smámynd: Villi Asgeirsson

Við erum komnir ansi langt út fyrir dauðarefsingarmálið, en hvað um það. Þú hefur svo sem rétt fyrir þér að það verður seint eða aldrei hægt að sanna eða afsanna það sem Biblían heldur fram. Trú gekk heldur aldrei út a að sanna neitt. Maður trúir eða trúir ekki. Það er meginmunurinn á trú og vísindum. Það sem þessi heimildamynd sannaði var að Pontíus var til og var yfir Palestínu á þessum tima. Hún sýndi líka að hann var ekki þessi mjúki maður sem sýndi dæmdum mönnum miskunn.

Vatikanið er ekki banki, en það gengur þvert á kenningar Biblíunnar um einfaldleika og veraldleg auðævi.

Villi Asgeirsson, 25.9.2011 kl. 15:56

33 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það heldur enginn biblíufræðimaður því fram, að yfirstjórn Rómverja yfir Landinu helga hafi verið miskunnsöm eða að Pílatus hafi verið linkindarmaður. En það blasti við, að Jesús var ekkert venjulegur sakborningur sem beið dauðadóms, hvorki morðingi né glæpamaður og heldur ekki uppreisnarmaður gegn Rómarvaldinu, ennfremur, að hann var ekki einu sinni sekur að rómverskum lögum, skv. orðum Pílatusar sjálfs, en augljóslega sóttu æðstu prestarnir að honum í krafti falsvitna og gátu þó ekki að eigin lögum fellt yfir honum dauðadóm. Ennfremur varaði kona Pílatusar hann ítrekað við, þannig að margt stuðlaði að því, að þetta var ekkert smámál í augum hans, en hann féll á prófinu, eins og allir vita.

Skilningur þinn á trú er mjög takmarkaður, sýnist mér, það er eins og þú látir sem menn geti bara kosið að trúa hverju sem er, en kristin trú byggir á því að trúa vitnisburði, heimildum og í hinzta falli sjónar- og heyrnarvottum atburða sem áttu sér stað í raun og veru. Fides ex auditu -- trúin kemur af því að heyra (frétta af atburðum og persónum), sjá Rómverjabréfið, 10:17.

Þessi lokafullyrðing þín kl. 15.56, Villi, er nú bara dúsa upp í sjálfan þig. Vatíkanið situr ekki á veraldlegum eignum nema þá helzt húseignum sem eru til þess að nota þær, enda er það sannarlega gert.

Jón Valur Jensson, 26.9.2011 kl. 00:04

34 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þarna fékkstu það Villi, skilningur þinn á trú er mjög takmarkaður!

Þetta er dæmigerð úrlausn hjá JVJ þegar hann er rökþrota - sem er að bregða fyrir sig kristilegu hugarfarinu og gera lítið úr andstæðingnum.

Jón Valur Jensson þarf, verður og kvelst, eigi hann ekki síðasta orðið í umræðunni hverju sinni. Vitandi það, setti ég inn færslu nr. 24, sólarhring eftir að hann sagðist koma með leiðréttingarnar og hver var á vaktinni?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.9.2011 kl. 00:50

35 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki batnar það, þegar Axel Jóhann mætir á svæðið og þykist eitthvað vita um trú

Kristin trú er séreðlis, og menn verða að byggja á Nýja testamentinu til að skilja hana og forsendur hennar. Hún er t.d. eðlisólík Hindúatrú, og þá á ég við: sem þekkingarháttur.

Ég var ekki að gera neitt lítið úr Villa hér sem persónu, heldur leiðrétta vanskilning hans á kristinni trú ut supra.

Jón Valur Jensson, 26.9.2011 kl. 01:00

36 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það veit ég þó Jón Valur, að trú verður aldrei annað en trú, en ekki staðreyndir eins og þú þrástagast á að þín trú sé og þinn skilningur á henni.

Auðvitað, hvernig mætti það vera að þér skjátlaðist, svo göfuglega sem þú ert af guði þínum gerður?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.9.2011 kl. 01:41

37 Smámynd: Jón Valur Jensson

Trúin er viðtaka, Axel. Barnið trúir móður sinni, af því að það treystir henni, og nýtur þá þeirrar heppni að fá leiðsögn um lífið, leiðsögn hennar sem veit um hættur þess og möguleika. Trúin er viðtaka þekkingar (þótt hún sé meira um leið). Við megum ekki vera svo vandlát, að öll þekking okkar eigi að fást með vísindasönnunum. Þú veizt að það er ekki þannig í sagnfræði t.d., og ekki færðu þína þekkingu með því móti þegar þú lest Fréttablaðið. Nefni það nú, af því að ég hitti vísindakennara í dag (ekki þó hann Loft!) sem var svo innilega óánægður með qualitet Frbl. -- en annars á það líka almennt við um blöð, að þau miðla trúnni á sjónar- og heyrnarvotta, og við trúum! Sá, sem hefur kristna trú, treystir Kristi, og þá trúum við honum, trúum því sem hann upplýsir um, líka um það ósýnilega, af því að hann hefur verið þar, Jóh.1.18. Og fyrirgefðu hvað ég tek oft hart á þér, en það er nú gagnkvæmt hjá okkur beljökunum!

Jón Valur Jensson, 26.9.2011 kl. 03:03

38 identicon

There is something seriously wrong with the vibes that are coming from you Jon Valur. Don't know what it is but it sure doesn't feel like a loving christian. More like an evil zionist. Because they don't mind killing people. In any case, I have decided to never read another word coming from you so don't bother replying.

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 05:04

39 Smámynd: Jón Valur Jensson

... og getur ekki lengur svarað rökum mínum á íslenzku!

Jón Valur Jensson, 26.9.2011 kl. 11:31

40 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sagnfræði er svipuð og trú að því leyti að sigurvegararnir skrifa hana. Vísindin eiga það þó til að sýna fram á að sumt í mannkynssögunni geti ekki staðist og þá er hún yfirleitt leiðrétt. Vísindin eru sífellt að gagnrýna sjálf sig. Sé bent á eitthvað sem ekki stendst, er það leiðrétt. Gerðist síðast nú í vikunni, þegar það kom í ljós að ljósið er ekki endilega það sem hraðast fer í alheiminum.

Kristin trú er fín að því leyti að hún kennir kærleika. Yfirleitt allavega. Hún klikkar þó þegar hún fer að þrasa við vísindin. Mál Galileos er alþekkt, en hann var pyntaður af páfanum fyrir að halda því fram að jörðin væri ekki flatur nafli alheimsins.

Það er skiljanlegt að fólk hafi fra örófi alda reynt að útskýra heiminn og að einhver þeirra skrifa hafi ratað í Biblíuna. Það er þó ansi hæpið að halda fast í mörgþúsund ára útskýringar á heiminum og láta eins og allar uppgötvanir síðustu 2000 ára hafi ekkert vægi. Kalla hluti eins og þróunarkeninguna kenningu. Hún er auðvitað löngu sönnuð.

Annars lét páfi sig hafa það fyrir nokkrum árum að segja að Limbó væri ekki til þrátt fyrir að fyrirbærið hafi verið notað til að hræða líftóruna úr fólki í aldaraðir. Var sjoppunni þá bara lokað, eða ákvað Páfagarður að þeir nenntu ekki að standa í PR veseninu sem fylgdi Limbóinu? Allavega, kristna trúin virðist ekki vera eins 100% rétt og óbreytanleg og sumir vilja halda fram.

En eins og ég minntist á er sagnfræðin svipuð trú. Skrifuð af sigurvegurunum. Mikið að þeim ritum sem ekki rötuðu í Biblíuna en eru frá sama tíma, jafnvel eldri en þau guðspjöll sem notuð voru, segja allt aðra sögu af Jésú og postulunum. Þau guðspjöll sem komust inn í Biblíuna voru valin vegna þess að þau sýndu Jésú sem son Guðs, frekar en venjulegan mann sem gerði stórkostlega hluti. Hann varð að vera sonur Guðs, því annars hefði orðið erfiðara að "selja" þessa nýju trú. Enn einn "venjulegi" spámaðurinn á tímabili þar sem spámenn var að finna í hverju smáþorpi hefði ekki haft mikið aðdráttarafl.

En hvað veit ég?

Villi Asgeirsson, 26.9.2011 kl. 13:38

41 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég skelf undan rökfestunni. Þegar ímyndunin, tilbúningurinn og skröksögunar um Guð hafa gengið á mann fram af manni verða þær sannar og bara vanþakklæti fúllyndra manna að vera með efasemdir. Enda er ekki sagt að óþarfi sé að skemma góða sögu með sannleikanum, láti lygin betur í eyrum.

Ég les Fréttablaðið sem annað efni Jón, með gagnrýnni hugsun. Þekking manna væri afskaplega takmörkuð og framfarir litlar, tækju menn öllu sem að þeim berst gagnrýnislaust sem einhverjum stóra sannleik. Biblían ætti, af öllu efni, síst að vera undantekningin á því. Fátt ef nokkuð hefur heft framfarir og þekkingaröflun mannkyns eins og trúarafturhald kirkjunnar og þá sérílagi söfnuður hommans í Róm

Er þá lokið mínum þætti hér. Mér er illa brugðið, bregðist JVJ eðli sínu og leggi á sig þá kvöl að eiga ekki síðasta orðið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.9.2011 kl. 13:41

42 Smámynd: Jón Valur Jensson

Umræða þín hér er á svo lágu þekkingarplani, Villi, einhverju neðanjarðarplani hviksagna óupplýstra og illviljaðra út í kristindóm, að ekki er svaraverð. Ein dellan hér t.d.: að Galíleó hafi verið "pyntaður af páfanum fyrir að halda því fram að jörðin væri ekki flatur nafli alheimsins." Lestu bækur dr. Þorsteins Vilhjálmssonar prófessors um sögu vísindanna, þá er kannski von til þess að þú þurfir ekki að fyrirverða þig aftur fyrir þína auglýstu vaþekkingu.

Og ekki tekur Axel framförum hér í Biblíuskilningi, hefur bitið sig fastan í fordóm sinn um málið án rannsóknar.

Jón Valur Jensson, 26.9.2011 kl. 16:05

43 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er löngu orðið ljóst að ég er ekki svaraverður, enda svarar þú fæstu sem ég skrifa. Þú um það. Ég get líka brosað og talið sjálfum mér trú um að ég hafi unnið einhverjar rökræður með því að segja fólk ekki hafa vit á hlutunum, án þess að koma með mótrök.

Villi Asgeirsson, 26.9.2011 kl. 18:54

44 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við erum komnir harla langt frá umræðuefninu hér, Villi. Eigum við ekki að minna okkur á það? Telst það morð ef ríkið fremur? En alveg er ég sáttur við að hætta hér umræðunni og kveð þig með góðum óskum.

Jón Valur Jensson, 26.9.2011 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband