7.2.2007 | 12:02
Mats Kilian
Eins og þeir sem reynt hafa vita, tekur nýtt barn allan tíma frá þér. Vinna og barn, það er allt sem lífið snýst um. Það er samt allt í lagi þegar barnið er eins ljúft og Mats. Hann tekur lífinu með jafnaðargeði og er bara sáttur á meðan frumþörfunum þremur er sinnt, bleyjum, mjólk og svefni.
Amman í föðurætt kom í heimsókn og náði að taka fimmþúsund myndir. Ég held henni hafi bara litist vel á. Það var allavega nóg um Gucci, Gucci, Gucci hjá henni. Spurning hvort hún sé að lofa upp í ermina. Annars er þetta strákur og á að fá Boss eða Armani, ef maður er að fara út í eitthvað merkjabull.
Það er skrítið að verða pabbi. Þetta er reyndar í fyrsta skipti sem ég kalla mig það, 10 dögum seinna. Þetta er svo mikil breyting. Allt er breytt. Veit ekki hvernig á að lýsa þessu, en ef reynslumeiri pabbar lesa þetta, endilega skrifið athugasemdir svo ég geti lesið hvernig mér líður.
Meira seinna. Ætli sé ekki bleyja bíðandi. Og svo var ég að fá stuttmyndina frá klipparanum. Þarf að horfa á hana og sjá hvort hún sé tilbúin eða hvort ég þurfi að biðja um fínpússningu.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Athugasemdir
Mikið er hann fallegur. Get allveg ímyndað mér hvernig þér líður þó ég sé ekki pabbi. Ég er þó mamma. Gaman að mamma þín gat komið og séð hann og tekið mörg þúsund myndir. Til hamingju aftur.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.2.2007 kl. 15:04
OOhhh hvað hann er yndislegur ALgjör engill þó að hann gráti pínu Það er bara svo þið munið eftir honum hihihi. Ekkert jafnast á við að verða foreldri !!!!
Innilega til hamingju með litla gullmolann þinn og konunar þinnar
Knús frá Íslendingnum og Hollendingnum í Noregi
Sigrún Friðriksdóttir, 7.2.2007 kl. 18:55
Yndislegt! Til hamingju með þennan gullfallega dreng. Ef eitthvað mun breyta lífi manns að elífu eins og Vala Dröfn sagði réttilega , þá er það að verða foreldri
Ester Júlía, 9.2.2007 kl. 00:47
Hæ...hef bara fylgst með tengdasyni mínum sem varð pabbi í janúar. Við vorum bæði viðstödd fæðinguna. Foreldrar hans og fjölskylda þekkja hann ekki fyrir sama mann. Hann hreinlega geislar og vill helst ekki fara í vinnuna. Snurfusast um húsið og lagar allt og elskar barnið og leikur og syngur...en einhversstaðar á bak við þessa gleði er eitthvað nýtt og djúpt sem tengist því að lítil mannvera á nú allt undir honum og móðurinni. áður óþekkt óskilyrt ást og ábyrgð.
Til hamingju.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.2.2007 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.