Umturn

Merkilegt hvað lífið getur tekið stjórnina af manni. Þetta virtist allt vera svo skýrt. Vandamálið var fundið og lausnin kom í kjölfarið. Allt var breytt, allt yrði betra. Lífið hafði tilgang, framtíðin var bjartari en áður. En það er ekki nóg að hafa plan, það verður víst að setja það í framkvæmd. Bestu og ýtarlegustu áætlanir eiga það til að breytast þegar á hólminn er komið. Þetta tekur lengri tíma en gert hafði verið ráð fyrir, er erfiðara. Fólk missir móðinn.

Nú er fjórðungur ársins liðinn. Framtíðin hefði átt að vera komin en hún lætur bíða eftir sér. Kemur kannski alls ekki, eða þá í allt annarri mynd. Það er allavega ekki aftur snúið. Brennandi brýrnar lýsa upp himininn og ég trúi enn að grasið sé grænna hérna megin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

- - kemur í allt annarri mynd! :o)))

Vilborg Eggertsdóttir, 28.3.2010 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband