3.2.2012 | 09:26
Væluskjóður!
Skemmtanaiðnaðurinn hefur verið duglegur að barma sér og hágráta yfir því hvað heimurinn er vondur. Við erum öll þjófar, aumingjar sem viljum allt fyrir ekkert. Stelum öllu steini léttara, svo að tónlistarmenn þurfa að éta það sem úti frýs. Og þeir sjá það sem úti frýs, því þeir eru neyddir til að fara út á götu og glamra á gítarinn í frostinu með hor í nös, vonandi að vegfarendur hendi í þá tíkalli af og til. En við erum þjófar, svo líkurnar á því eru hverfandi. Listamenn eru dæmdir til að deyja úr kulda og hor í þakherbergi, einir og yfirgefnir.
Nú er heimurinn að taka upp ACTA lögin sem leyfa þessum fórnarlömbum þjófanna að fangelsa fólk fyrir að dánlóda myndum, tónlist og hverju sem hugsanlega var skapað af öðru fólki. Það er lögbrot að birta brot úr lagatextum í tölvupóstum og á bloggum. "Imagine no possessions, I wonder if you can" Þar hafiði það. Það eru harðari viðurlög við því að ná sér í eitt lag á netinu án endurgjalds, en að nauðga 13 ára dóttur nágrannans. Hvaða skilaboð er verið að senda? Er heimurinn að verða algerlega sturlaður?
Svo heyrði ég dæmi um að aðstandendur hafi þurft að borga STEFi fyrir að mega góðfúslega spila lög eftir listamanninn látna. Hvert fara þeir peningar? Og ef ég er að klippa myndbönd sem ég tók sjálfur og þarf harðan disk, fer hluti verðsins til STEFs sem makarr fyrst krókinn sjálft og útdeilir afganginum á aumu listamennina sem ekkert höfðu með verkefnið mitt að gera.
En bíddu. Eru listamenn að fara á hausinn? Verður heimurinn tónlistarlaus innan skamms? Svarið virðist vera nei. Meiri tónlist er gefin út nú en nokkru sinni fyrr. Hagnaður er meiri en nokkru sinni. En samt á að taka okkur kverkataki og stinga í steininn. Ég hef ákveðið að verði ACTA að lögum, mun ég hætta að kaupa tónlist og kvikmyndir. Hér er athyglisverð mynd sem sýnir þróunina undanfarin ár. Smellið þar til lesanleg stærð fæst.

Þess má geta að ég hætti að næla mér í forrit þegar Apple setti upp App Store fyrir tölvur. Pages, sem er svipað og Word, kostar 16 evrur. Final Cut Pro, sem áður var 1000 evrur, kostar nú 240. Þetta er málið. Það tekur því ekki að stela þessum forritum, og salan eykst.
![]() |
Hakkarar réðust á vef ráðuneytis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.2.2012 | 08:27
Fullkomið fyrir mig!
Ég hef verið að leita að svona húsi. Hef ekki verið mjög virkur, því ekki er ég á landinu. En mig vantar svona hús. Hugsanlega þetta hús. Hverjir eru nýju eigendurnir?
Málið er að ég gerði stuttmynd á Íslandi fyrir nokkrum árum, eins og bloggvinir og aðrir kannski muna. Sagan var of stór í stuttmynd, svo ég skrifaði handrit í fullri lengd. Fékk ofsalega jákvæð viðbrögð frá því fáa fólki sem fékk að lesa. Hefði hugsanlega komið verkinu í framkvæmd og gert kvikmynd, ef ég hefði ekki verið að rolast í útlandinu. Hvað gera bændur ef þeir eru langt frá sveitinni sinni? Þeir skrifa sögu, svo ég fór í það að breyta þessu í bók. Hefur gengið ágætlega, þó að daglegt líf eigi það til að flækjast fyrir.
Sagan gerist á nokkrum tímaskeiðum í íslandssögunni. Hér á eftir er upphafskaflinn úr bókinni. Gerist í þessu (eða svipuðu) húsi. Afsakið enskuna, en ég fór víst að skrifa þetta á því tungumáli. Þetta er hugsanlega klúðurslegt, en það er bara þannig með verk í vinnslu.
1947
The storm had been raging all night. Thunderstorms were rare, but tonight was different. Like God wanted to show that he wasnt happy. Like He wasnt ready for the gift He would receive tonight.
The big house was dark, with just a couple of table lamps keeping total darkness away. The entrance was grand. Heavy furniture that had been picked for style rather than function. She was standing on the top of a central staircase, looking like a ghost with her light silk bathrobe. One nostril bleeding, soiling the perfectly white silk. She looked back quickly, saw him approaching and grabbed the heavy wooden rail. She stumbled down the stairs, almost falling. He followed slowly, like he knew she wouldnt get away. One foot reached the floor and she looked back. He was standing at the top of the stairs. Took the first step down. She ran towards the large front door and tried to open it. It was locked. They never locked it. She tried frantically, but there was no point. It was locked and it would have taken an elephant to force it open.
She slowly turned around. He was at the bottom of the stairs now, holding the gun at his hip like a gunslinger from a bad western. It didnt suit him, she thought. He wasnt the gangster type. She looked at the antique bowl on the dresser. He had bought it for her at an auction a few years back. She hadnt liked it. She wasnt into this over-decorated stuff, but now she wanted it more than anything. She needed the contents. The keys. It was just out of reach. If shed run for it, he might panic. She would never make it. Get the keys, back to the door, key in the keyhole, turn, open the door and go outside. No, she had to use reason. See what he wanted. Why he was doing this? Was it for the slender silhouette, smoking a cigarette at the top of the stairs? Nothing had been the same since she arrived.
He looked at the keys and smiled. Smiled, but his eyes were not happy. Moved closer to her. She thought it was a tear in his eyes, but it never came. He wouldnt cry for me, she thought. He wouldnt cry for anything. Not anymore. He had changed.
Her hand moved slowly down her side, finding the pocket of the bathrobe. Her hand slipped into the pocket. He moved closer, raising the gun. Her hand found something. She raised it.
Are you looking for this, dear? she said as a single shot echoed though the hallway.
![]() |
Hús Hannesar Smárasonar selt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)