ESB = Skýjaborg?

Ég er tiltölulega hlutlaus þegar kemur að ESB. Bý þar og hef það ágætt. Ekkert rosalega ríkur eða þannig, en skrölti. Stundum duga launin, stundum ekki. Er á rétt meðallaunum og borga hátt í 50% skatt. En...

Evrópa er með ónýtan gjaldeyri sem riðar til falls. Evran hefur haldið sér sæmilega undanfarið, en hún er undir gífurlegum þrýstingi.

Bankarnir hér í Hollandi eru svo sterkir að þeir þurftu beilát. Ég borgaði 1700 evrur af skattpeningunum til ABN Amro og enn meira til ING. Ég hef sennilega borgað meira, því þetta er meðaltal sem ég reiknaði út einhverntíma. Tók þar með hvert mannsbarn, líka börn og gamalmenni. Fyrrverandi fjármálaráðherra er bankastjóri ABN Amro. Sér einhver tengslin?

Ríkisfyrirtæki hér hafa verið seld með þeim afleiðingum að þjónusta versnar og verð hækkar. Þess má geta að ESB hefur þvingað Grikkland til að selja ríkiseigur eins og hafnir og aðrar nauðsynjar. Yrði þetta öðruvísi á Íslandi? Fengjum við "góðan díl" í fiskimálinu? Ég stórefast um það.

Þegar þær þjóðir sem fengu tækifæri til að tjá sig höfnuðu evrópsku stjórnarskráni, var nafninu breytt í Lissabonsáttmála og þar með þurfti ekki að ræða það meir. ESB er gott í að komast undan atkvæðagreiðslum og kjósa þar til rétt niðurstaða fæst og svo ekki meir.

Það er fínt að búa í ESB, en ekki halda að hlutirnir hér séu eitthvað betri eða bjartari en heima. Það er allt í lagi að skoða inngöngu, en ekki búa til skýjaborgir sem gufa svo upp í kastljósi raunveruleikans.
 

mbl.is „Gegndarlaus áróður ESB"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

5%

Ekkert nema gott um það að segja að fólk stofni stjórmnálaflokka. Ekki eru þeir gömlu að virka. En það er hængur á. Því fleiri smáframboð sem koma fram, því tvístraðri verða atkvæðin. Allt sem nær ekki fimm prósentum er dæmt úr leik og það er gott fyrir fjórflokkinn.

Ég óska aðstandendum Öldu til hamingju og vona að þau nái allavega fimm prósenta fylgi.


mbl.is Kynna tillögur um stofnun stjórnmálaflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Froða.

Önnur þingkonan skilur hvað er að gerast. Hún veit að þjóðin fylgdist með og var ekki skemmt. Hún skilur að traustið á Alþingi er næstum ekkert.

Ragnheiður talar froðu og hefur ekkert til málanna að leggja. Nema að hún nefndi eina flokkinn sem hélt trúverðugleika sínum. Hreyfinguna.

Froða flýtur yfirleitt á yfirborðinu, er það sem fyrst sést, en ristir sjaldan djúpt og er yfirleitt ekki aðalatriðið. Þingmenn sem tala froðu virka yfirleitt yfirborðskenndir.

Ég samgleðst Ragnheiði því það er alltaf gott að vera stoltur af eigin gjörðum. Ég vona að hún trúi virkilega því sem hún segir, því fátt er verra en pólitíkus sem ekki fylgir samfæringunni.

Ég er þó hrifnari af þingmönnum sem tala af viti, skilja hvað þeir eru að segja og bera hag almennings fyrir brjósti. Birgitta er mín. Eða ég hennar. Skiptir ekki öllu.


mbl.is Ekki aukið virðingu almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. janúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband