Telst það morð ef ríkið fremur?

Bandarikin hljóta að vera hrokafyllsti hræsnarinn í samfélagi þjóðanna. Þau þykjast vera lýðræðislegr réttarríki og ráðast á önnur ríki ef þau erru ekki nógu lýðræðisleg. Sérstaklega ef þau drepa eigin þegna. Ríki sem gera svoleiðis er stjórnað af vondum einræðisherrum sem verður að koma frá. Sérstaklega ef olíu er að finna og einræðisherrarnir eru ekki til í að gefa Ameríku forgang í svarta gullið. Annars eru þau látin í friði.

Í nótt sýndu Bandaríkin að þau eru sjálf þriðja heims ríki sem drepur eigin þegna. Sjö af níu vitnum hafa dregið framburð sinn til baka. Eitt þeirra tveggja sem halda fast við söguna er maður sem hefur sjálfur játað á sig morðið. Það eru engar sannanir fyrir því að sá sakfelldi hafi framið glæpinn. Hann hefur neitað sakargiftum í 22 ár. En hann varð að deyja. Myrtur af ríkinu sem vill ekki viðurkenna herfileg mistök í meðferð málsins.

Hverjum er ekki sama. Hann er svartur og vitnið var hvítt. Þetta eru suðurríkin. Þar hafa þeir sína hentisemi í svona málum.

Það er alveg stórmerkilegt að vestrænt ríki skuli enn stunda morð á eigin þegnum. En þetta er svo sem ekkert venjulegt vestrænt ríki. Þetta er Ameríka hin stórfenglega, sem hikar ekki við að gera innrás í önnur lönd, ræna fólki og senda það í fangabúðir án dóms og laga. Þetta er Ameríka sem tekur það ekki í mál að Palestína verði sjálfstætt ríki. Þetta er hrekkjusvínið, hrottinn sem eignar sér skólalóðina, stelur namminu okkar og allir eru hræddir við.

Er ekki kominn tími til að við stöndum upp og látum taka nafn Íslands af lista hinna undirgefnu sem studdu stríðið í Írak og morðið á Saddam Hussain? Er ekki hugmynd að draga stuðning okkar við olíu/gull stríðið í Líbýu og hið óumflýjanlega morð á Gaddafi til baka? Hvernig datt okkur í hug að styðja þann gjörning eftir allt sem á undan er gengið?

Segjum hingað og ekki lengra. Stöndum upp í hárinu á hrekkjusvíninu. Morð eru glæpur og ættu aldrei að vera framin af ríkjum.


mbl.is Troy Davis tekinn af lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. september 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband