Uninspired by Iceland

Ísland er land tækifæranna. Gæti allavega verið það ef við værum ekki að drepast úr möppudýramennsku og húmorsleysi.

Milljónir, sjálfsagt hundruð milljóna, eru settar í landkynningu. Inspired by Iceland. Allt gott og blessað, en það virðist vera jafn innihaldslaust og fótósjoppað súpermódel að gefa til kynna að maður komist inn undir hjá henni og hverri sem er með boddíspreyinu sem verið er að auglýsa. Við þykjumst vera rosa hipp og kúl og segjum að Ísland sé land frelsisins og whatever. En á sama tíma erum við að spá í að kæra tökulið Top Gear sem nær sennilega til fleira fólks en auglýsingaherferð ESB-sleikjanna. Margfalt.

Hafi verið unnin spjöll, sem ég efast um, eru það ekkert í líkingu við það sem íslendingar sjálfir og löggan gerðu. Þar fyrir utan eru meira krefjandi mál sem bíða afgreiðslu á Íslandi. En við viljum ekki styggja "fjármagnseigendur".

Það er ekki hægt að segja að ég sé "inspired by Iceland" þessa dagana. 


mbl.is Löggan skoðar Top-gear
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júlí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband