Ef ég væri...

Fólk sem eitthvað veit um mig veit að ég hef stundum tuðað yfir að vera að rolast í útlandinu. Oft er fínt að vera fjarri ruglinu heima, en það er sennilega oftar sem ég pirrast yfir að vera ekki heima. Er alltaf að missa af einhverju. Nú er ég að upplifa þannig tilfinningu.

Ef ég væri á Íslandi, myndi ég örugglega taka þátt í þessu. Strengja áramótaheit á stundinni, kaupa mér skó og úlpu og skella mér í Ferðafélagið. Sjá hvað úthaldið yrði. Hvað myndi ég þola mörg fjöll? Hvaða áhrif hefði svona ár á líf manns? Hvernig myndir gæti ég tekið af landinu? Hvernig fólki myndi ég kynnast?

En ég er ennþá að rolast í útlandinu. Óska bara ferðafélagsfólki til hamingju með skemmtilegt verkefni.


mbl.is Ætla að ganga á 52 fjöll á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband