Afætur

Á kóngurinn engan pening? Hefur hann ekki efni á einu brúðkaupi? Get ekki ímyndað mér að guminn sé af verkafólki kominn, svo kannski getur hann hent nokkrum krónum í púkkið.

Kóngafólk hefur traðkað á almenningi í aldir, dæmt fólk til dauða, dúllað sér í tilgangslausum styrjöldum og á síðustu árum lifað á þegnunum eins og sníkjudýr. Svo heimtar þetta lið einhverjar milljónir þegar stelpukindin vill gifta sig. Venjulegt folk á venjulegum launum þarf að borga fyrir sín brúðkaup með sínum launum sem það fékk fyrir sína vinnu. Af hverju getur kóngafólkið ekki borgað sjálft með laununum sem það fékk fyrir að brosa og vera upp á punt?


mbl.is Vill fá meira fé vegna brúðkaups
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband