Níu

Samkvæmt hollenskum fjölmiðlum eru a.m.k. níu manns látnir. Fimmtíu manns eru slasaðir, þar af 20-30 mikið. Bæði farþegar og áhöfn eru meðal slasaðra, en engar fréttir hafa borist af hinum látnu. Slasaðir hafa verið færðir á sjúkrahús í Amsterdam, Haarlem og Hoofddoorp.

m1ezkqxa3u70

Við vorum að versla í matinn þegar þetta gerðist. Sírenuvælið heyrist enn allt í kring og þyrlur fljúga yfir, enda búum við innan við tvo kílómetra frá slysstað. Lokað var fyrir allt flug um Schiphol í einhvern tíma. Ég á að vera mættur í vinnu þar eftir einn og hálfan tíma, svo ég hringdi og spurði hvernig ástandið væri? Flugbrautin þar sem vélin kom niður er lokuð og verður það um óákveðinn tíma, eins og eðlilegt er. Aðrar brautir hafa verið opnaðar fyrir takmarkaðri umferð. Það má því búast við töfum, en engu flugi easyJet (sem ég vinn fyrir í dag) hefur verið aflýst enn sem komið er.

Öllum hraðbrautum kring um Schiphol var lokað og einhverjar eru enn lokaðar. Fólki sem ekkert erindi á á flugvöllinn er beðið um að vera ekki á ferð, því allir vegir eru tepptir. Ég þarf sennilega að fara tímanlega af stað ef ég á að komast í vinnuna. 

Það verður sennilega öðruvísi andrúmsloft á flugvellinum í dag og kvöld.


mbl.is Misvísandi fréttir um manntjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband