Með dökkan blett...

Hverjar eru líkurnar á að þetta vandamál eigi eftir að versna í réttum hlutföllum við efnahagsþrengingarnar? Þegar mamma og pabbi eru á kúpunni pirrast þau yfir öllu í fari barnanna og nenna ekki að sinna þeim. Eða er þetta vandamál ríkidæmisins? Við erum svo rík og bisí við að spila golf og glápa á ædolið að við höfum ekki tíma fyrir börnin? Þá er ljótur kall sem vil ólmur sinna litlu stelpunum og sjá þeim fyrir smá kandí í staðinn.

Ekki!

Hvernig menn eru það sem notfæra sér 13 ára börn? Hver er það sem ekkert vill frekar en slefa á barnslíkamann og snerta þar sem ekki má? Hvaða týpa er þetta?

Hvernig foreldrar eru það sem láta þetta viðgangast? Ég er ekki viss um hvað ég myndi gera við slefberann sem snerti dóttur mína, ef ég ætti eina á þessum aldri. Efast um að ég tæki hann vettlingavöldum.

Einhvers staða las ég að fjórðungi kvenna er nauðgað eða eru misnotaðar kynferðislega. Hvers konar skepnur erum við? Hverjir eru þessir aumingjar sem gera þetta? Ef ein af hverjum fjórum lendir í hremmingum, hlýtur stór hluti okkar karlmanna að vera illa brenglaður.


mbl.is Þrettán ára selja sig fyrir fíkniefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband