Vorir Skuldunautar?

Ef skuldir ríkja heims aukast um 45% á þremur árum, hver á þessar skuldir? Hver er að lána þessa peninga? Hver er að græða á kreppunni? Hver er að þéna mörgþúsund milljarða á kreppunni?

Ekki eru það bankarnir sem vældu út ríkisaðstoð korteri eftir samdrátt. Bankarnir sem höfðu synt í hagnaði árin á undan... 


mbl.is Skuldir ríkja heims aukast um 45%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geðveiki

Ísland var eitt síðasta land í heimi sem viðhélt kommúnísku paranojunni í garð áfengis. Selja þetta eitur nógu dýrt og það er hugsanlegt að það verði ekki alveg allir alkar fyrir tvítugt. Það má allavega gefa þeim það að bjórinn var kældur niðrí bæ þangað til pólitíkusar í landi á barmi gjaldþrots fóru að mjálma yfir því. Höfðu víst ekkert annað að gera, elskurnar. Þetta er bara svo heimskt. Áfengi var alltaf selt í einokunarverslun ríkisins, var spes vara, sérstakt, tabú, dýrt. Eitthvað sem lítið og áhrifagjarnt fólk getur ekki látið eiga sig.

Hvað vinnst með háu verði á áfengi? Ekkert. Fólk kaupið þetta dýrum dómum og fer því sem næst á hausinn við að fá sér vín með matnum, það eyðir aleigunni í þetta ef það á í einhverjum vandræðum eða kaupir sér sprútt. Landinn er fínn þangað til annað kemur í ljós. Við erum að ala krakkanu upp í að misskilja áfengi, þau hafa ranghugmyndir, skilja það ekki, verða alkarnir sem við óttumst svo.

Jújú, látum helvítis alkana borga fyrir útrásina. Látum alla borga fyrir IMF bullið og ESB austurinn. Hvað sem við gerum, snertum ekki hár á höfði þeirra sem stóðu að hruninu. Skattleggjum bara alla í botn þangað til þeir vinnandi láta sig hverfa til Noregs eða Nepal. Skiptir ekki máli meðan það er ekki skerið.

Ég elska Ísland en mikið ofboðslega fara íslenskir stjórnmálamenn í taugarnar á mér. 


mbl.is Áfengisgjaldið hækkar um 42% á einu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband