25.1.2009 | 21:20
Gras
Gaman að sjá að grasið vill verða grænna. Auðvitað er það hið besta mál að rótin komi fram með nýtt framboð. Ég vona bara að þetta verði eitthvað sem hægt er að kjósa. Það sem í boði verður í maí, verða gömlu flokkarnir með flottu merkjunum og flottu ræðumönnunum með dýru bindin og svo nýju grösin sem stama og segja bjánalega hluti vegna reynsluleysis. Og eru í grænum sokkum, en það er algert nónó ef maður vill láta taka sig alvarlega. Margt í stefnuskránni verður stórkostlegt, sumt of gott til að geta gengið og eitthvað verður sjálfsagt um hluti sem fá fagurbláa fuglaskoðara til að engjast um af kjánahrolli.

Nýju framboðin munu skipta 10% á milli sín og gamla liðið fær 80%. Við viljum nefninlega ekki henda atkvæðinu í framboð sem kemst örugglega ekkert inn, svo við krossum við sjallana, samfó eða frumsókn. Jú, og svo er það holskeflan sem kýs VG. Steingrímur J. verður forsætisráðherra, staða sem hann lét sér ekki detta í hug að hann myndi hreppa. Vesgú og verði þér að góðu. Ekki svelgjast á bitanum.
Hvað um það. Óska grasrótinni til hamingju, vona að hún verði málefnanleg og mæli með þessu, bara svona rétt til að gera rótina mýkri og atkvæðavænni. Know thy enemy or you shall die, sagði mér lítill fugl einhvern tíma.
![]() |
Unnið að framboði grasrótarhreyfinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)