Uppnám

Ég vil byrja á að óska forsætisráðherra skjóts og fulls bata. Þó verð ég að lýsa furðu minni á að hann noti veikindi sín sem ástæðu fyrir kosningum. Það var orðið ljóst að ríkisstjórnin naut ekki stuðnings fólksins. Geir hefði átt að boða til kosninga fyrir löngu, taka til í Seðlabankanum og hjá FME og gera allt sem mögulegt var til að fá útrásarvíkingana til að skýra sín mál og hjálpa í uppbyggingingarstarfinu. Hefði hann gert þetta, væri fólki sennilega ljúft að leyfa honum að sitja fram að kosningum. Hann hefði kannski fengið slatta af atkvæðum. Meira að segja ég var að hæla honum strax eftir hrun. Hann hefði ekki fengið nóg til að hanga í stjórn, en nóg til að skilja við með reisn. Það er auðvitað orðið allt of seint og nú notar hann veikindi sín sem ástæðu fyrir kosningum. Ég er ekki alveg að fatta það.

Þorgerður Katrín verður forsætisráðherra. Það er hálf fyndið þegar maður spáir í tengsl hennar við einn bankanna. Það má þó eflaust ganga að því sem vísu að hún mun aldrei eiga afturkvæmt í embættið. Sjálfstæðisflokkurinn mun tapa á mælikvarða Framsóknar og öllu forystuliðinu verður skipt út. Svo verður hún rannsökuð, ásamt eiginmanninum. En þetta er nóg til að komast í kladdann og kannski er það málið. Að komast á lista yfir Forsætisráðherra Lýðveldisins.

Margir fara fram á að nú verði mótmælum hætt. Ég efast um að það muni gerast, því enn situr Davíð sem fastast og enn sefur sama fólkið á skrifstofum FME. Ég og fleiri töluðum um utanþingsstjórn fyrir löngu, en það er ekki tekið í mál. Af hverju ekki að fá fólk sem hefur vit á hlutunum, og var ekki viðriðið spillinguna sem kom hruninu af stað, til að stjórna landinu þar til eftir kosningar? Af hverju er aldrei það gert sem best er fyrir þjóðina?

Hvað um það. Geir, láttu þér batna. Þorgerður, njóttu meðan þú getur. Skríll, klæddu þig vel. 


mbl.is Þorgerður leysir Geir af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuttmyndir.com

Skemmtilegt að sjá þennan vef verða að veruleika. Ég var auðvitað með svipaða hugmynd fyrir einhverju síðan, nema að sá vefur myndi halda utan um íslenskar stuttmyndir. Kvikmyndir, sjónvarpsþættir og tónlistarmyndbönd koma sér til skila til áhorfenda, en stuttmyndir yfirleitt ekki.

Hugmyndin var að setja inn lista yfir allar íslenskar stuttmyndir frá upphafi. Eigendur þeirra gætu svo sett myndina á síðuna og annað hvort leyft fólki að horfa, sækja eða kaupa hana. Myndir væri hægt að kaupa á DVD eða sem niðurhal. Þannig væri til einn staður þar sem hægt væri að sjá framtíðarleikstjóra og -leikara Íslands og sjá hvað grasrótin er að gera.

Ég skráði lénið Stuttmyndir.com á sínum tíma, svo hafi einhver vit á vefjun og áhuga á að hljálpa mér er það velkomið.


mbl.is Samið um fjármögnun tónlistarvefjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband