19.1.2009 | 23:51
Alvöru tónlistarkona
Amy fór út í búð. Amy fór út með hundinn. Amy fór í frí. Amy fór á fyllerí. Amy söng lag. Nei, tek til baka þetta síðasta. Það er aldrei talað um það sem Amy hefur að atvinnu, enda varð hún ekki fræg á því.

Það er alltaf jafn erfitt að sætta sig við það að 0.1% góðra tónlistarmanna ná eyrum fjöldans. Ef svo mikið. Við störum á 3-4 nöfn og sjáum ekkert annað, enda er öðru ekki haldið að okkur. Við vitum allt um þetta fólk en ekkert um alla hina sem eru kannski ennþá hæfileikaríkari.
Ég fékk emil frá þýskri vinkonu um daginn. Hún er að spila í Hollandi og bauð mér að koma að sjá hana. Ég fór í kvöld, sá hana í Paradiso í Amsterdam. Hún var auðvitað fullkomin eins og alltaf. En hefur einhver heyrt á hana minnst? Ekki margir. Hún hefur ekki verið poppuð upp að einhverjum poppguði og markaðssett.
Ég kynntist henni í fyrra þegar ég féll fyrir lagi sem ég heyrði einhvers staðar. Ég varð að vita hver þessi K.C. McKanzie var. Stuttu seinna tók ég upp pínulitla hljómleika sem hún hélt í Amsterdam. Hún var ekki viss um að þetta væri rétti staðurinn til að kvikmynda. Þetta var minnsti staðurinn sem hún spilaði á. En það var ekki um annað að velja. Vegna anna var þetta eini dagurinn sem við gátum notað.
Nú fór ég og sá hana aftur. Núna sem áhorfandi og aðdáandi. Við spjölluðum eftir á og hún sagði mér að ný plata væri á leiðinni í september. Hvort ég væri ekki til í að gera myndband fyrir hana. Við fórum að spá í staði og enduðum í Berlín, heimaborg hennar. Það er því möguleiki að ég verði floginn eða lestaður til Berlínar í sumar til að taka upp myndband fyrir þessa elsku. Minn er heiðurinn.
Hér að neðan er eitt lagið sem við tókum upp í fyrrasumar á þessum ómögulega litla stað í Amsterdam. Lagið heitir Hammer and Nail. Endilega kíkið á mySpace síðuna hennar og hlustið á lag eða þrjú. Hún spurði mig hvort ég væri á leiðinni heim, hún hafi vilja koma til Íslands, svo hver veit. Kannski getið þið notið þess að sjá hana einhvern daginn.
![]() |
Vill ekki skilja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2009 | 16:17
Heilaþvottur?
Ég er bara að spá og fólki er velkomið að leiðrétta mig ef ég er að bulla, en...
Er það rétt sem ég sé að þegar talað er um ESB aðild, er það alltaf sett upp sem lausn? Af hverju sé ég aldrei gagnrýni á hugsanlega ESB aðild? Ég er ekki að segja að hún sé endilega slæm hugmynd, enda á þjóðin öll að ákveða það, en hvernig á það að vera hægt ef maður sér bara fréttir um að allt muni lagast með ESB aðild? Eða að allt muni fara fjandans til án hennar?
![]() |
Voru í raun án Seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.1.2009 | 09:55
Tölum við Norðmenn
Ráðamenn Íslands. Ekki gera neitt bjánalegt ofan á það sem þegar er gert. Tölum við norðmenn. Sjáum hvað við getum gert saman. ESB er ekki svarið. Treystið mér, ég bý í hjarta Evópusambandsins og lífið er ekkert betra hér.
Norðmenn eru frændur okkar og munu koma betur fram við okkur en þjóðverjar, frakkar og þjóðverjar sem hafa sannað það í gegn um aldirnar að þeir hugsa bara um sjálfa sig á kostnað nágrannanna. Síðustu mánuðir hafa sannað að það er ekkert breytt.
![]() |
Norðmenn búa sig undir ESB-umsókn Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |