18.1.2009 | 21:23
Sjaldan launar álfurinn ofbeldið
Danir láta bankana fá einhverjar þúsundir milljarða. Svipað er að gerast hér í Hollandi. Bankar og stórfyrirtæki eru að fá einhverja tugi eða hundruð milljarða evra til að fara ekki á hausinn. Það er nefninlega þannig að ef þetta fer á hausinn missir fólk vinnuna og allir fara á hausinn. Skil það svo sem, en hvar er hagnaður síðustu ára? Stórfyrirtæki kepptust um að sýna hagnað upp á milljarða (króna, evra, dollara, whatever). Hvar eru þessir peningar núna? Hvar er þessi hagnaður? Gufaði hann bara upp?
Þegar ég les að 83 af 100 stærstu fyrirtækjum heims eiga leynireikninga á bananaeyjum (þetta eru bara þau sem eru staðfest) og svo einum degi seinna að ég þurfi að borga skatta svo að þeir geti farið í að styðja við fyrirtæki sem eru að blóðmjólka mig og alla svo að þau geti borgað mér laun svo ég geti borgað skatta sem er notaður til að halda þeim uppi... Ég skil að list, gamalmenni og sjúklingar þurfi stundum hjálp hins opinbera, en fyrirtæki sem skila hagnaði upp á milljarða? Kerfið er ekki að virka. Það er kominn tími á eitthvað annað. Allt annað.
Svo las ég í einhverju dagblaðinu hér í þessu ostalandi að þessi fyrirtæki eru ekki ánægð með björgunarpakkann. Hann nær ekki nógu langt. Við erum rétt að byrja. Það sem við höfum séð er ekki nema brot af þeirri kreppu sem mun koma. Ef fyrirtæki þola ekki smá samdrátt í sex mánuði, látum þau fara á hausinn. Hvar verðum við eftir tvö ár ef þau eru farin að væla núna? Þau eru eins og fullur unglingur sem er orðið flökurt um 10. Ekki séns að hann lifi nóttina.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |