Það sem ég ekki skil

Kannski ætti ég að lesa mér til um þennan pakka frekar en að blogga, en vonandi getur glöggur lesandi útskýrt málið fyrir mér.

Hugmyndin er að spýta 700 milljörðum dollara inn í hagkerfið. Þetta eru um 70.000 milljarðar króna. 70.000.000.000.000,- Það er hægt að kaupa 3-4 milljónir heimila fyrir þessa upphæð. Hvaðan koma þessir peningar og hvaða áhrif munu þeir hafa?

Bandaríski seðlabankinn, Federal Reserve er einkabanki. Margir halda að hann hafi eitthvað með bandaríska ríkið að gera, en svo er ekki. Hann er í eigu tiltölulega lítils hóps forríks fólks. Á hann þennan pening inni á bók, eða verður þessi peningur til úr engu? Munu eigendur bankans fá eðlilega vexti eða er tekið fyrir það í þessari tillögu? Miðað við fimm prósent vexti eru vaxtagreiðslur 35 milljarðar dollara á ári. 

Mun þessi innspýting ekki rýra gildi dollarans? Þetta eru gífurlegar upphæðir, meira að segja í Ameríku. Ég veir ekki hvað fjárlögin eru stór og hvað margir dollarar eru í umferð, en þetta hlýtur að þýða töluverða gengisfellingu.

Spurningin er því, hvað er bandaríkjastjórn að reyna að áorka með þessu? Mun þetta bjarga efnahagnum eða leggja hann endanleg í rúst? Eða einhversstaðar mitt á milli, og þannig ekki skipta máli og þá væri alveg eins gott að sleppa þessu? Spyr sá sem ekki veit. 


mbl.is Fréttaskýring: Björgunarpakkinn blandast inn í kosningabaráttuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband