26.8.2008 | 07:40
Sjötugur Hollendingur?
Alltaf skulu það vera helvítis hollendingarnir sem eru að smygla og selja dóp. Hér í Hollandi þykir það sjálfsagt að reykja hass og gras, enda eru fjölmargar Coffeeshops í helstu borgunum hér. Nú er búið að banna tóbaksreykingar á opinberum stöðum, þar með talið í kaffisjoppunum. Kunningi minn sem kann við grasið fór á eina slíka nýverið til að kaupa sér jónu. Á gangstéttinni fyrir utan stóðu kusurnar, reykjandi sitt gras og hass. Það er nefninlega ekki búið að banna reykingar utandyra. Inni má þó reykja hreint gras, enda ekkert tóbak í því.

Einhvern tíma var ég fylgjandi meira frelsi í sölu mjúkra eiturlyfja. Svo flutti ég til Hollands og skipti um skoðun. Hér er þetta sjálfsagt mál. Vandamálið er að hingað kemur fólk frá nágrannalöndunum að ná sér í nammi. Þetta er ekki bundið við gras og hass. Holland er miðstöð eiturlyfjasmygls. Hér eru stórir hópar sem lifa á innflutningi og sölu eiturlyfja. Allt er til sölu, frá heimagrónu grasi upp í krakk og heróín. Ég veit nákvæmlega hvar ég get náð mér í nokkrar kúlur. Ég gæti farið núna og verið farinn að sprauta mig eftir hádegi. Svo einfalt er þetta hérna. Það tekur mig u.þ.b. 15 mínútur að keyra þangað.
Það kemur nokkuð oft fyrir að fólk er tekið af lífi. Einhver er að fara úr húsi og um það bil að opna hurðina á svarta Bensanum sínum. Vespa keyrir fram hjá og maðurinn er skotinn í spað og klessist út um allt. Þeir kalla þetta uppgjör. Gerist nokkrum sinnum á ári. Ég var í mat hjá kunningjum fyrir einhverju síðan, þegar við heyrðum nokkrum skotum hleypt af. Nokkrum mínútum síðar var löggan búin að loka götunni. Þar hafði uppgjör verið í gangi.
Svona er þetta. Hugmyndin um frjálsar ástir og gras er falleg, en kókið og krakkið virðist bara alltaf þurfa að fylgja. Og hvað gerir ríkisstjórnin? Nákvæmlega það sama og sú íslenska gerir í efnahagsmálunum. Talar smá og gerir ekkert.
![]() |
Hasshlass í rannsókn: Beðið eftir gögnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |