Gaman í Reykjavík

Það er svo gaman að sjá hvað mikið er alltaf að gerast í Reykjavík. Shorts&Docs að byrja og RIFF eftir sex vikur. Í flestum löndum eru "borgir" á stærð við Reykjavík draugabæli þar sem ekkert er að gera.

Annars langaði mig að láta vita að stuttmyndin Svartur Sandur verður frumsýnd á RIFF í byrjun október. Mér var líka boðið að taka þátt í Talent Campus, eða kvikmyndasmiðjunni, sem fer fram samfara hátíðinni.

Ég geri ráð fyrir að lenda í KEF 30. september. Þeir sem vilja eitthvað með mig hafa geta sent mér emil (sjá hér til vinstri) eða hringt í síma 8686976 þegar ég er kominn. Ég set meiri upplýsingar inn á síðuna þegar ég hef þær.

Til hamingju S&D. Vona að sem flestir komi og kíki á myndirnar.

Til upprifjunar, þetta er Svartur Sandur:


mbl.is Reykjavík Shorts&Docs-hátíðin hefst á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband