Brýnt að vanda sig

Merkilegt hvernig Geir tekur til orða. Hann segir: Nú verði allir að leggjast á eitt um að hraða þessu máli og klára umhverfismatið, því það sé ekkert mikilvægara fyrir Íslendinga um þessar mundir en að auka verðmætasköpun í landinu og senda  þau boð út í þjóðfélagið og til þeirra sem vilja fjárfesta á Íslandi, að hér sé vel tekið á móti þeim sem hafi slík áform.

Þýðir þetta ekki að hann sé að segja fólki að drífa í þessu svo hægt sé að byrja að byggja? Ég get ekki betur séð en hann sé búinn að ákveða hvernig þetta fer.

Ekki að það sé neitt ákveðið. Nema að pólitíkin verði ofan á. lowest_energy_pricesKannski er þetta ekki svo slæm framkvæmd, en það er auðvitað rugl að ráðast á umhverfisráðherra eins og margir hafa gert, fyrir það eitt að standa við kosningaloforð. Það er líka hallærislegt af forsætisráðherra að láta sjást að hann sé ósammála ráðherra í hans eigin ríkisstjórn. Geti hann gert betur í umhverfismálum er það sennilega lítið mál fyrir hann að skipta um stól.

Fyrst hann er að minnast á að bjóða erlenda fjárfesta velkomna, vil ég endilega benda þeim sem ekki hafa lesið bæklinginn "Lowest Energy Prices" að kynna sér hann. Þar er á ferð rit eftir ríkisstjórn sem er öskrandi eins og köttur á lóðaríi.

 


mbl.is Brýnt að hraða umhverfismati
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband