Rökræður um alls ekki neitt

Reynisfjara10Reynisfjara er yndislegur staður. Ég kom með hóp fólks þangað í ágúst 2006 til að taka upp atriði í stuttmynd. Þar á meðal voru þrír útlendingar. Öllum fannst þetta stórmerkilegur staður. Ég kom svo aftur viku seinna Reynisfjara01með ferðalang. Það var brennandi heitt, heiðskýrt og landslagið sérstakt. Jafn sérstakt og fyrri daginn, en allt öðruvísi því veðrið var allt annað. Myndirnar eru teknar í blíðviðrinu í lok ágúst 2006. Fleiri myndir eru í albúmi á síðunni.

Ég vissi ekki að Reynisfjara gæti verið svona varasöm, enda er ekkert sem varar mann við. Ég komst að því nokkrum mánuðum seinna þegar einhver sogaðist út. Það sem ég er ekki alveg að fatta er þetta vesen með hver á að borga eitthvað skilti. Meðan fólk er að drepast eða næstum því drepast er fólk að rífast yfir því hver eigi að borga fyrir skilti. Nú veit ég ekkiReynisfjara08 hvað skilti kostar, en fyrst það er hægt að planta þeim niður við öll gatnamót og víðar, geta þau ekki verið mikið dýrari en lítið álver.

Hættum að væla og hendum þessu upp. 


mbl.is Vilja kosta skilti í Reynisfjöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband