Útlit

Glöggir gestir sem eru ekki að líta við í fyrsta sinn hafa sennilega tekið eftir að bloggið er breytt. Ég valdi annað þema og breytti því smá til að fullnægja mínum óskum. Það væri samt gaman ef Mogginn setti inn fleiri þemu. Þau eru orðin ansi gömul og ekki mikið af þeim. Mér finnst allir vera að nota sömu 2-3 útlit.

Þess má geta að myndin af mávunum sem "prýðir" hausinn var tekin af mér í Oban, Skotlandi í maí (frekar en júní) 2006. Það var rigning. Það er alltaf rigning í Oban. Við leituðum skjóls í viskíbúð og smökkuðum hið ofurljúffenga Ben Nevis, sem drýpur að hverju strái í nágrenni Fort William á vesturströndinni, norður af Oban.

Að lokum má geta þess að ég var að setja inn Overload hér til hliðar. Þetta er lag af nýju plötu Uriah Heep, Wake the Sleeper. Þetta verður vafalaust í myndinni okkar í haust.


Bloggfærslur 3. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband