Kæri Guð

Ef þú ert til, nennirðu þá nokkuð að koma viti inn í hausinn á trúaða liðinu hérn í þorpinu sem ég bý í? Ég er viss um að þú veist hvaða þorp þetta er. Það er núna 28°c í svefnherberginu mínu. Hitastigið úti er svipað og rakinn slíkur að maður þarf næstum ekki að fara í sturtu. Ekki góð skilyrði fyrir svefn.

Eins og þú sennilega veist, vaknaði ég rétt upp úr 3 að staðartíma. Tek fram að um staðartíma er að ræða, því ég er að skifa þetta inn á kerfi í öðru tímabelti. Ég lá vakandi í heila eilífð. Ég var rétt að missa meðvitund þegar kirkjan á horninu gargaði fjórum sinnum. Henni var mikið niðri fyrir og vildi endilega að ég væri með það á hreinu að klukkan væri fjögur. Það voru ekki lífsnauðsynlegar upplýsingar, fannst mér. Ekki á þeim tímapunkti. Ég hrökk upp við pínglið í bjöllunum og lá glaðvakandi í bælinu í klukkutíma áður en ég fór fram úr.

Geturðu nokkuð komið því inn í hausinn á trúaða fólkinu að klukkur eiga eiginlega ekkert sameiginlegt með Guði? Eða er eitthvað samhengi milli klukkna sem klingja á nóttunni og Himnaríkis? Er ég kannski ekki að sjá samhengið?

Ég efast um að þú munir koma til mín og svara, eða skrifa athugasemd hér að neðan, en kannski að þú hvíslir því að einhverju safnaðarbarninu sem svo "óvart" hittir mig út í búð og fer að tala um næturpíngl upp úr þurru? Það er svo hallærislegt að fá svör eins og "þetta er hefð" þegar ég spyr hvort klukkurnar verði endilega að vera að hringja allan sólarhringinn og hvað það hafi með þig að gera. Mér finnst stundum eins og aðdáendaklúbburinn þinn sé ekkert spá allt of mikið í hlutina.

Ég sé að það eru eldingar á sjóndeildarhringnum. Vonandi er ég ekki að pirra þig með þessari færslu. Vonandi vakti ég þig ekki. 


Bloggfærslur 28. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband