Spilar Sjónvarpið Með?

Einhvern tíma las ég að leikstjóri myndarinnar um Bubba hafi þurft að borga RÚV meira fyrir myndefni en það sem þeir borguðu honum fyrir sýningar. Það er vonandi Megasað hlutirnir gangi betur núna og verkefnið mæti meiri skilningi.

Annars tók ég viðtal við Megas sem lokaverkefni í fjölmiðlafræði frá FB fyrir mörgum árum. Ég á það ennþá einhvers staðar. Spurning með að henda því hérna inn. Þetta var skemmtilegt viðtal, hann vað í góðum gír og kennarinn var mjör ánægður með árangurinn.

Megas er frábær. Hann er auðvitað frábær tónlistarmaður, textahöfundur af guðs náð, en hann er líka ofsalega viðkunnanlegur og gaman að vinna með honum. 

Lær eina myndina sem ég tók þá fylgja með. Ég á betri, en hef ekki tíma til að grafa þær upp í dag.


mbl.is Heimildarmynd um Megas í undirbúningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband