Aukahíp

Meira af Uriah Heep dæminu. Eins og ég sagði í athugasemd í gær, get ég sennilega lekið meiri upplýsingum hér en á enskumælandi síðu. Þetta er auðvitað allt saman á voðalega viðkvæmu stigi, svo ég segi ekki allt of mikið, en hér er það sem ég segi samt.

Á mánudag sendi ég þeim lista yfir það hvernig ég vil vinna verkið. Diskurinn ætti að vera í pappahulstri, þar sem þau eru mikið flottari. Venjulegu plasthulstrin eru svo ljót og cheap. Helst vil ég láta veglega bók, eða allavega bækling fylgja með. Ég bauðst til að koma á 2-3 hljómleika bara til að taka myndir svo við hefðum um nóg að velja.

Hljómsveitin er kraftmikil á sviði og ég vil að það sjáist í myndinni. Ekkert baksviðs bull, engir aðdáendur blaðrandi við dyrnar um hvað þeir eru æðislegir. Bara hrein orka frá upphafi til enda.

Svo er það aukaefnið. Ég kom með eftirfarandi hugmyndir. Örmynd þar sem hljómsveitin er sýnd baksviðs. Viðtal með spurningum sem aðdáendur hafa sett inn á síðuna þeirra á vikunum fyrir hljómleikana. Betlarasöngur, þar sem söngvarinn og gítarleikarinn spila lög sín á götum úti. Stutt mynd tekin upp í rútunni um það hvernig þeir ferðast milli borga. Svo er það spurning með að finna karaokebar þar sem eitthvað af þeirra tónlist er til boða og sjá hvað fólk segir ef þeir taka lagið. Fyrir hverja hljómleika er hljóðið prufað, svo það er um að gera að láta eitthvað af því fylgja með.

Spurning hvort maður nái ekki að búa til skemmtilega disk með svona efni.

Læt svo að lokum eitt lag fylgja með. Þetta er Gipsy af fyrstu plötunni, en tekið upp nýlega. Fyrir 2007 þó, því gamli trymbillinn er ennþá að berja bumbur. Hann hætti í ársbyrjun vegna liðagigtar, skilst mer.

 


Bloggfærslur 2. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband