Brú

Fyrir 12 árum fór ég til spákonu. Ekki að ég hafi haft neina sérstaka trú á svoleiðis hlutum, heldur var fólkið i kring um mig að tala um að þessi eina hafi vitað svo margt og að spádómarnir hafi verið að rætast. Ég ákvað að slá til. Ég hringdi, pantaði tíma og hún bað mig um að koma með spólu, svo ég gæti tekið allt upp. Svona var hún örugg með sjálfa sig.

Hún sagði mér að það væri erfitt að tímasetja atburði, 

800px-Hvalfjörður-Botnsdalur-Iceland-20030527

en hún klikkaði aldrei á því hvað myndi gerast. Þannig spáði hún að ég flyttist af landi brott (gerðist 9 mánuðum seinna), að ég myndi eignast einn son (hann kom 2007) og fleira sem ég nenni ekki að fara út í núna. Ég held að allt sem hún spáði hafi þegar gerst, nema eitt.

Ég mun ekki verða ellidauður í útlandinu (ekki bein tilvitnun í hana). Ég mun flytja heim og setjast að í Hvalfirði. Hún sagðist vera viss. Hún þekkti landslagið sem hún sá fyrir sér og það kom ekkert annað til greina en að þetta væri Hvalfjörður. Það eina sem hún skildi ekki var að það var brú yfir hann. Þá var verið að byggja göngin og hún sagðist ekki vita hvað yrði um þau, en það væri pottþétt brú yfir Hvalfjörðinn.

Nú er bara að sjá hvort að þessi síðasti spádómur rætist. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvað gæti gerst, en það er kannski ekkert merkilegra en að þau hætta að anna umferðinni og brú verði bætt við. Ég held að allt sem hún spáði hafi þegar komið fram, svo nú er að bíða og sjá. Ég hef svo sem ekkert erindi upp í Hvalfjörð, en hver veit. 


mbl.is Tvöfalda þarf Hvalfjarðargöng á næstu 5 til 10 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband