Mugison

Uriah Heep eru ekki einu fórnarlömbin. Ég tók upp þrjá hljómleika í maí og er hægt að sjá afraksturinn á Oktober Films síðunni. Mugison verður með pínulitla hljómleika á kaffihúsi í Haarlem þann 18. júlí og mun ég taka þá upp. Þetta verður einfalt, enda um lítinn stað að ræða. Við munum taka þetta upp með tveimur vélum og setja afraksturinn á youTube. Það er því alveg tilvalið fyrir íslendinga í Hollandi að fjölmenna.

Staðurinn er Patronaat. Meira hér. Síðan er á hollensku, en það sem skiljast þarf skilst. Vilji fólk vita meira er um að gera að vera í sambandi.

Svo var ég í sambandi við Önnu Brynju nýlega. Margir ættu að þekkja hana sem Emilíu í Svarta Sandinum. Við erum að skoða spennandi verkefni. Meira um það seinna. 


Bloggfærslur 1. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband