Birkihríslur

TeigsskógurEnn er árás gerð á íslenska náttúru. Ég þekki svæðið ekki, svo ekki ætla ég að standa á mjólkurkassa og öskra. Það sem mér finnst þó grátbroslegt eru rökin sem færð eru fyrir veginum. Álverjar og aðrir sem vilja virkja landið og "nýta" eru duglegir við að kalla umhverfissinna fífl sem kunna ekki að rökstyðja sitt mál. Sé fréttin lesin, virðast þeir vera sá aðili sem kemur með rökleysu. Skoðum það sem MBL hefur eftir fólki:

Fylgjendur þess að önnur leið yrði valin en í gegnum skóginn bentu á að Teigskógur njóti sérstöðu á Vestfjörðum og á landinu í heild en hann mun vera stærsti birkiskógur í fjórðungnum.

Andstæðingar þess að önnur leið væri valin létu orð falla eins og að „birkihríslur væru meira metnar en mannslíf“.

Ég verð að viðurkenna að ef þetta eru rökin, er ég alfarið á móti þessum vegi.

Þess má svo geta að myndin er fengin að láni hjá bloggaranum Sævari Helgasyni

 


mbl.is Framkvæmdaleyfi fyrir vegi gegnum Teigsskóg.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband