8.5.2008 | 15:08
Matvælaverð í ESB
Fólk er mikið að væla um matvælaverð á Íslandi, enda ekki von. Í hvert skipti sem ég kem heim og kaupi í matinn er búið mitt tekið til gjaldþrotaskipta. Hér um bil. Einhvern tíma lofaði ég einhverjum að birta hér matvælaverð í Hollandi, þar sem ég bý. Á laugardaginn á ég stórafmæli, a.m.k. ef mark er takandi á hinu fallega lagi Brian May sem fyrst birtist á hljómplötunni A Night at the Opera, og keypti ég því eitthvað í matinn fyrir mig og fuglana sem vilja endilega gera mér lífið leitt í garðinum í sólinni við grillið. Listinn er hér að neðan. Verðin eru í evrum.
Keypt í Lidl í Zwanenburg, Hollandi:
2x 2.49,- Viðarkol
2x 1.19,- Appelsínusafi (1.5L)
6x 2.59,- Chardonnay hvítvín (keypti bara kassa því þetta er svo asskoti gott vín)
1x 1.59,- Hamborgarar (12 stk, frosin)
2x 6.49,- Barbeque Grill Box (16 stk frosið grillkjet í hvorum kassa, borgarar, kjúklingur og eitthvað)
1x 0.49,- Hamborgarabrauð (6 stk.)
2x 1.59,- Kartöflusalat (1kg pakkinn)
1x 1.75,- Fruit King (12 stk. barnajógúrt, 100gr skammturinn)
1x 6.99,- Flísabor (pabbadagsgjöf fyrir tengdó, skerir innstungugöt í flísar)
9x 0.42,- Bjór (1/2 lítri)
2x 0.69,- Kókómjólk (3x 0.2l í pakka)
1x 0.99,- Iceberg (óskorinn haus)
1x 0.89,- Gróft skorið brauð
1x 0.95,- Prinskex vanillu
1x 0.95,- Prinskex súkkulaði
1x 1.75,- Chocowaffles (nokkurs konar prins póló bitar, 400gr)
1x 1.79,- Súkkulaði (2x 200gr)
Samtals 63.05,- evrur (7524,- kr miðið við 119kr evru)
Þannig var það. Þetta er svo sem ekki allt sem þarf fyrir helgina og það er líka eitthvað þarna innan um sem ekki er fyrir ófögnuðinn, en þetta gefur kannski húsmæðrum í Dalasýslu hugmynd. Nú er bara að skoða þetta, umreikna og bera saman. Fara svo niður á Alþingi og flauta ef tilefni er talið vera.
![]() |
Yfirþyrmandi magn matvæla á haugana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |