26.5.2008 | 19:59
Live in the Lowlands
Kíkið hér að neðan. Ég var að búa til opnunarmynd. Hún verður notuð í upphafi laga sem ég mun taka upp á hljómleikum og setja á youTube eða eitthvað svipað. Þetta mun byrja með 1-2 lögum með Rick Treffers á Hollensku. Annað kvöld mun ég taka upp hljómleika með tveimur lítið þekktum, en voða góðum, flytjendum. Þau eru Rik van den Bosch, hollendingur sem syngur delta blús betur en flestir. Svo er það K.C. McKanzie, sem býr í Berlín. Hún hljómar kannski helst svipað Suzanne Vega. Samt öðruvísi. Svo er það Mugison. Hann mun spila hérna í júlí og ég mun filma hann.
Hvað finnst fólki annars um þennan 20 sekúndna bút að ofan?
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.5.2008 | 09:40
Smíð bíl og keyr
Ég man lítið eftir þessu, enda ekki til á þessum árum. Það væri forvitnilegt að vita hvers vegna Ísland byrjaði að keyra vinstra megin til að byrja með. Bretar og þeirra nýlendur, auk Japana keyra vinstra megin, en eftir því sem ég best veit var meginland Evrópu, þ.m.t. Danmörk, alltaf hægra megin. það er samt gott mál að þetta var gert 1968, enda verður svona aðgerð aðeins erfiðari og dýrari eftir því sem umferð og hennar mannvirkjum fjölgar or þau verða flóknari.
Ég og megnið af fjölskyldunni keyrðum um Skotland í fyrrasumar. Vinstra megin. Allir lifðu af og mér fannst þetta mun einfaldara en ég hafði búist við. Það tekur smá tíma að venjast vinstri umferðinni, en þegar það venst er eins og ekkert annað sé sjálfsagðara. það var meira að segja soldið skrítið að keyra hægra megin aftur.
En fyrst maður er að jarma um bíla. Hefur einhverjum dottið í hug að byggja eigin bíl? Þá á ég ekki við fjallabíl. Burton Cars eru stórsniðugir. Yfirbyggingin er fjarlægð af gömlum Citroen Bragga og nýja boddíinu pússlað ofan á. Það besta er að þessi bíll er léttur, eyðir aðeins 5L/100km og lítur alveg stórskemmtilega út. Svo kostar ódýrasta útgáfa ekki nema tæpar 4000 evrur. Það vantar að vísu þak en það er bara skemmtilegt. Öryggisbelti vantar líka, skilst mér, en hann fær samt skoðun. Alla vega hér í Lálandi. Það væri gaman að dúlla sér við einn svona ef það væri bílskúr við húsið.
![]() |
Hægri umferð 40 ára gömul |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.5.2008 | 07:15
I'm in Love with My Car
The machine of a dream
Such a clean machine
With the pistons a pumpin
And the hub caps all gleam
When Im holdin your wheel
All I hear is your gear
When my hands on your grease gun
Oh its like a disease son
Im in love with my car
Gotta feel for my automobile
Get a grip on my boy racer rollbar
Such a thrill when your radials squeal
Told my girl Ill have to forget her
Rather buy me a new carburetor
So she made tracks sayin
This is the end now
Cars dont talk back
Theyre just four wheeled friends now
When Im holdin your wheel
All I hear is your gear
When Im cruisin in overdrive
Dont have to listen to no run of the mill talk jive
Im in love with my car
Gotta feel for my automobile
Im in love with my car
String back gloves in my automolove
![]() |
Játningar karlmanns: Hefur svalað sér á þúsund bílum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 07:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)