9.4.2008 | 18:48
Gangandi til Tíbet
Hollendingurinn Ernst van Damme lagði af stað gangandi frá heimili sínu í Alkmaar, Hollandi 1. apríl síðastliðinn. Hann kom við í Amsterdam og er nú á leið úr landi. Ferðinni er heitið til Tíbet. Hann gerir ráð fyrir að ganga 8000 kílómetra á 10 mánuðum og vonast til að hitta Dalai Lama á leiðinni. Hann mun ganga um Ungverjaland, Tyrkland, Abu Dhabi, suður Íran og Pakistan, meðal annars. Hann hefur lagt allt undir, seldi húsið sitt og innbú, bauð jafnel upp fötin sín á netinu. Það merkilega við manninn
er að hann er ekki íþróttamaður. Þetta er ósköp venjulegur, fimmtugur maður með smá bumbu sem ákvað að gera eitthvað stórkostlegt.
Þegar ég komst að þessu fékk ég magaverk. Væri ég ekki í sambúð með ársgamalt barn hefði ég hringt í hann og slegist í för. Ég hefði tekið vídeótökuvélina og rölt þetta með honum. Þetta hefði verið stórkostlegasta ferðin sem ég hefði farið í og ég hefði eflaust getað gert merkilega mynd um ævintýrið. Ég er ennþá að reyna að jafna mig á því að geta ekki farið með.
Kannski kemur að því einhvern daginn að maður geri eitthvað sem skiptir máli en þar sem Tíbet hefur alltaf heillað mig hefði þetta verið fullkomið. Erfitt, en hverrar blöðru virði.
Þeir sem skilja hollensku geta fylgst með göngunni á blogginu hans. Fyrir hina mun ég fylgjast með ferðinni og leyfa ykkur að fylgjast með.
![]() |
Gere telur að Kína eigi við djúpstæðan vanda að etja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)