Al Gore spornaði gegn breytingum

Fyrir þá sem ekki muna, neitaði Al Gore að skrifa undir Kyoto samninginn fyrir 11 árum. Honum fannst það ekki réttlátt að Bandaríkin skrifuðu undir meðan "þróunarlönd" þyrftu ekki að vera bundin af samningnum. Einn þessara landa var Kína, og skil ég hans sjónarmið. Hitt er annað mál að á meðan Bandaríkin neita að taka þátt geta þau ekki þrýst á aðrar þjóðir að gera það. Skammsýni?

Það verður gaman að sjá hvað hann segir um Ísland. Við erum ein mest mengandi þjóð í heimi. Merkilegt, þar sem húshitun er hrein. Vetnisævintýrið er kannski ekki dáið, en ég sé lítið talað um það. Okkar endurnýjanlega orka fæst með því að stórskemma náttúruna. Okkar orka er líka dropi í haf orkuþarfar heimsins. Út á við erum við hrein og framsýn, en raunveruleikinn er annar. Þetta verður spennandi dagur.


mbl.is Margir sporna gegn breytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband