Rétta leiðin?

220px-0405.Annabell_002Það er kannski ekkert nema gott um það að segja að konurnar séu stikkfrí, enda eru þær fórnarlömb vændisins. En er þetta rétta leiðin? Væri ekki betra að gera dólgana refsiverða og sleppa kúnnanum og vændiskonunni?

Dólgar eru yfirleitt forkertir glæpamenn sem notfæra sér neyð kvenna. Þeir notfæra sér eiturlyfjaneytendur og innflytjendur, fólk sem á oft ekki margra kosta völ. Kúnninn er að ýta undir þessa misnotkun með því að greiða fyrir þjónustuna. Stærstur hluti greiðslunnar fer yfirleitt til dólgsins.

Vændiskonur eru misjafnar. Lang flestar hafa farið út í vændi vegna þess að þær höfðu ekki um annað að velja. Þær eru ólöglegir innflytjendur sem ekki geta farið út á almennan vinnumarkað, eða hafa hreinlega verið rænt og fluttar úr landi og eru ekkert annað en þrælar. Eiturlyfjaneytendur eru stór hluti. Kerfið hefur oft brugðist þeim. Svo eru til vændiskonur sem völdu þetta starf. Þær eru þó líklega lang fæstar.

Ef dólgarnir eru teknir úr umferð, verður sennilega allt ferlið heilbrigðara. Þar sem eru karlmenn sem vilja kynlíf og konur sem geta ekki unnið fyrir sér öðruvísi, mun vændi verða til staðar. Það er ekki hægt að útrýma því. Það er hins vegar hægt að taka milliliðinn út.


mbl.is Kaup á kynlífsþjónustu gerð refsiverð í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers virði skyldi gamla gula vera?

Hekla á frímerkiEins og flestir fór ég í gegn um frímerkjatímabil. Þetta byrjaði, minnir mig, þegar amma gaf okkur frímerkin sem voru á póstinum. Ég átti því margar kisur, hrafna og önnur dýr sem voru í umferð upp úr 1980. Fljótlega fór að bætast í safnið og innan nokkurra vikna var maður kominn með hátt í fullt albúm. Þar voru íslensku frímerkin í hásæti, en ekki var þó fussað við útlendum heldur. Ég man sérstaklega eftir að frímerki frá Óman voru stór og litskrúðug. Maður kynntist svolítið heiminum gegn um frímerkin.

Mikið var um heklumerki þar sem gosið 1947 var sýnt á dramatískan hátt. Surtsey var líka vinsæl. Annars er ég búinn að gleyma þessu flestu. Hef ekki séð safnið mitt í 20 ár, held ég. Einu frímerki man ég þó eftir. Ég keypti það af Magna á Laugaveginum á unglingsárunum. Það var gult og gefð út fyrir aldamótin 1900. Ártalið man ég ekki nákvæmlega. Ef ég man rétt var það skildingsfrímerki með haus eða merki Friðriks eða Kristjáns danakonungs. Ef ég væri með safnið við höndina myndi ég skoða málið, en það er í geymslu á Íslandi og ég er í Hollandi. Það verður því að bíða betri tíma.


mbl.is Gamalt frímerki á eina milljón?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband