15.4.2008 | 07:59
Umhverfisvernd um að kenna?
Síðan Al Gore byrjaði að predika yfir okkur um hinn óþægilega sannleika, hefur umhverfisvernd farið úr böndunum. Nýlega var ESB að gæla við þá hugmynd að skriðdrekar þyrftu að verða minna mengand. Gott að vita að þegar hús einhvers er sprengt í tætlur er rykið eina mengunin sem viðkomandi þarf að lifa við, lifi hann yfir höfuð. Já, og geislavirki úrgngurinn úr sprengjunni, en það er allavega ekkert CO2 í loftinu. Hybrid bílar eru í tísku, þótt sumir hafi allt of lítinn rafgeymi til að vera að notum. Fyrir utan það að framleiðslu- og förgunarferlið er allt annað en umhverfisvænt.
Þótt við séum öll orðin græn eins og engisprettur bruðlum við samt með hráefni. Ég get keypt plastleikfang með batteríum fyrir 500 kall því það er svo ódýrt að framleiða allt í Kína. Stundum furða ég mig á því hvernig það er hægt, hráefni, framleiðsla, þúsundir kílómetra í skipi, vaskur og álagning. Ef batteríið er búið kaupi ég bara nýtt dót, því það er hvort eð er ekkert mikið dýrara en að skipta um batterí, og svo miklu auðveldara. Ef ég kaupi kex, get ég verið viss um að fá ekki matareitrun, því hver kexkaka er sérpökkuð í pakkanum. Þetta er soldið vesen, því ég þarf að fara út með ruslið daglega, sem fullt er af umbúðum, en ég lifi þó annan dag og get farið út með ruslið aftur. Við látum eins og við séum að bjarga umhverfinu en virðumst hafa misst sýn á vandanum.
Eitt af því versta sem umhverfisvakningin hefur komið af stað er biodiesel. Það sem áður var matur er notað í eldsneytisframleiðslu, því öll vitum við að olían er að klárast. Gallinn er bara sá að framleiðsluferlið er dýrt og mengandi og það þarf gífurlegt magn af maís og öðru í framleiðsluna. Við erum ekkert að velta okkur upp úr því að einhver lítill brúnn kall á Haiti eða í Afríku getur ekki étið. Fyrir okkur er vandinn sá að kexpakkinn fer úr 100 kalli í 200. Bömmer, en við höfum efni á því. Litli brúni kallinn hefur það ekki og sveltur fyrir vikið. Skiptir ekki máli, því við getum verið ánægð með okkar framlag til umhverfismála, keyrandi um á poppkornsknúnum jeppa.
![]() |
Fjármálaráðherrar í áfalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)