15.2.2008 | 16:17
Verðtrygging
Ef þetta er rétt, er þá ekki kominn tími til að leggja niður verðtryggingu á lánum? Var þetta ekki sett á í óðaverðbólgunni til að koma í veg fyrir að lán hyrfu á örfáum mánuðum?
Húsnæðislánið okkar, í Hollandi, er það sama og það var 1998, mínus það sem búið er að borga. Það bætist ekkert við það ef verðbólgan fer upp. Hér er hægt að taka tvenns konar lán, með sveigjanlegum vöxtum, og föstum. Engin lán, eftir því sem ég best veit, eru verðtryggð. Vextirnir eru einfaldlega breytilegir eftir því hvað verðbólgan er að gera á hverjum tíma.
Ef verðbólga á Íslandi er orðin sambærilegt við önnur lönd og hún helst þannig í einhver ár, eins og virðist vera, er verðtrygging þá ekki orðin tímaskekkja?
Ég vil endilega benda á bloggfærslu Höllu Rutar um svipað mál.
![]() |
Raunhæft að verðbólga náist niður segir Vilhjálmur Egilsson |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)