Óttinn er ekki svo slæmur

Fyrir rúmu ári stóð ég uppi á þaki fjölbýlishúss og horfði niður. Það var ekkert öryggisnet, en ég ákvað samt að stökkva. Ég er ennþá í fallinu og veit ekki hvort ég muni lenda á fótunum. Það verður að koma í ljós.

Líf okkar er ekki svo langt. Klisja, en það er bara svoleiðis. Flest látum við eins og við höfum ótakmarkaðan tíma. Það kemur þó að því að lokastundin nálgast og þá getur verið erfitt að horfa til baka. Hvað gerði ég? Var líf mitt einhvers virði? Skil ég Villi í Blafjöllumeitthvað eftir mig? Skiptir það einhvern einhverju máli hvort ég hafi lifað eða ekki? Börnin manns eru yfirleitt fegin að við höfum verið til og þar með gert þeim mögulegt að vera til, en lífið gengur ekki bara út á að vera útungunarvélar.

Það er gott að geta skapað, hvort sem það er í frístundum eða ekki. Það er örugglega gaman að hafa skapað merkilega hluti og sjá börn manns komast á aldur og uppgötva hvað "sá gamli/gamla" gerði. Það hlýtur að vera frábær tilfinning að gramsa í gamla dótinu uppi á háalofti og uppgötva óútgefna bók eftir afa sinn, eða kannski bara vel skrifuð bréf eða greinar. Þetta gat hann þá, hugsar maður og veltir fyrir sér því sem maður vissi ekki um gamla manninn. Maður fer aftur í tímann og kynnist fólki sem er farið.

Þegar ég kláraði Svarta Sandinn um daginn, hugsaði ég með mér, ef ég dey á morgun mun Mats ekki þekkja mig. Hann mun ekki muna eftir pabba sínum. Allt sem hann hefur eru ljósmyndir og það sem aðrir hafa sagt honum. Kannski hann myndi kynnast mér betur ef hann fyndi eintak af myndinni uppi á hálofti eftir 20 ár. En ég er ekkert að spá í að hrökkva alveg strax.

Það er gaman að lesa um framtak Ólafar. Ég vona að sem flestir finni þetta eitthvað sem gerir líf þeirra pínulítið meira virði með því að stökkva fram að brúninni, hvort sem það er gert með öryggisneti eða ekki. 


mbl.is Markmiðið að stíga inn í óttann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband