1.2.2008 | 20:52
Varnarmálaráðherrann seinheppni
Aumingja Gates. Honum getur ekki komið saman við evrópubúa. Fyrir 2-3 vikum féllu tveir hollenskir hermenn í Afghanistan. Það var mikið talað um málið í fjölmiðlum hér í landi, eins og gefur að skilja. Mig minnir að það hafi verið daginn eftir sem að hann lét hafa eftir sér að hollendingar væru slappir, hefðu hvorki getu né vilja til að halda úti friðargæsluliði. Orð hans höfðu ekkert með föllnu hermennina að gera, mér skilst að hann hafi ekki vitað af því.
Það er óhætt að segja að Gates var ekki beint vinsæll, sérstaklega þar sem Holland heldur úti stóru liði og var að framlengju veru sína til 2009 þar sem ekkert land var tilbúið til að taka við verkinu. Þetta endaði í diplómatískum leiðindum, Gates sagðist hafa verið misskilinn en endaði á að biðjast afsökunar.
Hér er greinilega öðlingur mikill á ferð, maður sem kann sig.
![]() |
Bandaríkin gera kröfur til Þjóðverja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)