4.12.2008 | 07:39
Sjálfsmorð
Síðan kreppan skall á, fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan, hefur mikið verið talað um krónur, evrur, pund, dollara, verðtryggingu, vexti og ábyrgð hinna og þessa. Ég man ekki eftir að hafa séð neina frétt um andlega heilsu þjóðarinnar. Það má vel vera að ég hafi misst af því, en málið er að við erum að stara svo mikið á peningana, eða vöntun á þeim, að við gleymum okkur sjálfum og hvoru öðru.
Skammdegið er skollið á. Þetta er erfiður tími fyrir marga í venjulegu árferði. Sjálfsmorðstíðni á Íslandi er með því hæsta sem gerist. Hefur einhver skoðað hvað er að gerast núna í kjölfar hrunsins? Er þeim að fjölga eða megum við eiga von á holskeflu eftir áramót?
Málið er að þegar einn maður tekur líf sitt, er það ekki hans einkamál. Hann dregur fjölskylduna, börn, forelda, systkyni og ástvini með sér inn í heim vonleysis. Það er líklegt að börn þeirra sem eigið líf taka muni aldrei ná sér að fullu. Eins og árar, megum við ekki við fjöldasorg á Íslandi í vetur.
![]() |
Mikið sótt í úthlutun fyrir jólin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2008 | 06:43
Skíthræddur
Ég er skíthræddur um að gjörningurinn myndi virka. Yrði Davíð rekinn, sem væri kraftaverk í sjálfu sér, yrði hann örugglega kosinn af nógu mörgum til að komast inn á þing og vel það. Það eru athyglisverðir tímar framundan.
![]() |
Davíð: Þá mun ég snúa aftur" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |