Welcome to Your World...

Tuttugasta öldin var öld tækninýjunga. Fólk fór að spá í það hvernig framtíðin yrði. Oftar en ekki var útlitið dökkt, fasismi og gerviheimur sem var hannaður til að halda fólki því sem næst heiladauðu. Við erum komin ansi nálægt þessari framtíð. Viðskipti og stjórnmál eru samtvinnuð svo að aðeins þeir ríku komast að og fá einhverju ráðið. Fólkinu er haldið rólegu, kannski dáleiddu, með sjónvarpi og endalausu áreyti. Heimurinn er ekki eins og okkur er talin trú um.

future

Erum við að nálgast næsta skref? Er Blade Runner, Matrix eða eitthvað álíka framtíðin? Þannig virkaði þessi auglýsing á mig. Viltu hitta Gandhi? Saknarðu afa? Viltu sofa hjá Marilyn?Fara á sýrutripp með Lennon í Sgt. Peppers búning? Ekkert mál. Við erum með lausnina. Sýndarveruleikinn er málið.

Það verður auðvelt að stjórna heiminum þegar við erum öll komin í stólinn, leikandi okkur í eigin heimi. Hvaða máli skiptir það sem er að gerast úti?

Ég vil óska Yoko Ono til hamingju með afar ósmekklega notkun á eiginmanninum sáluga.


mbl.is Lennon auglýsir fartölvur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband