9.11.2008 | 18:39
Hverju breytir það í Hollandi? ... burt með þetta spillingarlið!
Þessi blessaði forstjóri Fjármálaeftirlitsins bendir á fjármálaráðherra og segir að hann hafi vitað að veseni Icesave í vor. Gott og vel. Það þarf sjálfsagt að moka undan Björgvin eins og öðrum. En það breytir ekki að þessi forstjóri með óflekkaðan flipa blessaði opnun Icesave í Hollandi í júní, nokkrum mánuðum seinna.
Þeir geta bent á hvorn annan, en þeir eru allir sekir!
![]() |
FME: Upplýsti ekki ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.11.2008 | 18:12
Ruglukollar í hvítum sloppum ... burt með spillingarliðið
Leiðtogar töluðu og komust ekki að niðurstöðu um neitt nema að komast að niðurstöðu seinna. Hef ég heyrt þetta áður? Nei. Nei, ekki heyrt þetta áður.
Það á að draga lærdóm af. Lærdóm sem átti að draga af kreppunni upp úr 1929, hruninu 1987, netbólunni sem sprakk. Þð á alltaf að draga lærdóm, en á meðan græðgin er óheft lærum við ekkert.
Og þó. Kannski var einhver tilraun í gangi og við erum rotturnar.
Leiðtogarnir vilja auðvitað standa saman svo að allt fari ekki til gauksins með klær og hala. Allir standa saman á meðan ekki er étin sneið úr þeirra köku. Allir standa saman og gleyma litlu fíflunum á stóru bílunum á litlu eyjunni langt, langt í burtu.
Því enginn vill tapa spæninum úr sínum aski, hvað sem það kostar hina.
![]() |
Gripið til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja stöðugleika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.11.2008 | 11:21
Ósáttur? ... burt með spillingarliðið
Er Gunnar ósáttur við að einhver skuli segja eitthvað um eitthvað sem þeir geta ekki tjáð sig um því það er trúnaðarmál en við megum samt borga brúsann?
I got news for ya, pal. Á meðan skítugir og heimskir alþýðuaumingjar eru nógu góðir til að taka fram veskið og borga fylleríið, má bara alveg sleppa þessu trúnaðarmálarugli. Vér erum orðin þreytt á potintátum með silkibindi sem eru svo æðislegir að þeir nenna ekki að tala við okkur litlu aumingjana því við erum svo heimsk og myndum ekki skilja raðskatt hvort eð er.
Eitt enn. Var þessi Gunnar í einhverri áhrifastöðu hjá gamla Glitrófinu? Ég spyr því ég nenni ekki að gúggla það. Sé það svo, má hann bara eiginlega soldið segja af sér eða í besta falli sleppa því að vera ósáttur. Það hafa aðrir meiri ástæðu til að vera ósáttir.
PS. "burt með spillingarliðið" er átak einhverra bloggara. Við bætum þessu við titla til að minna fólk á að við viljum spillingarliðið burt.
![]() |
Glitnir keypti ekki í Baugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |