Svona 230 manns ... og burt með spillingarliðið!

"Þarna var ekki nema svona 230 manns í mesta lagi", samkvæmt fréttatilkynningu Sannleiksmálaráðuneytisins. "Það voru einhverjir stúdentar þarna og svo kallinn sem sefur alltaf á bekknum. Hann rumskaði víst þegar liðið fór að syngja internationalinn, en snéri sér á hina hliðina og hraut í takt".

Þetta er svo fyndið. Bónusfáninn á Alþingishúsið. Ætli alvara málsins sé farin að síjast inn hjá ráðamönnum? Ég hefði gefið mikið fyrir að vera þarna, en alas... Gott samt að vita að fólk er að láta vita af sér.


mbl.is Hiti í mönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sauðina heim ... og burt með spillingarliðið

Það lýtur út fyrir fólksflótta af landinu á næstu mánuðum. Það mun aðeins gera stöðuna erfiðari fyrir ríki og sveitarfélög. En þarf það endilega að vera svoleiðis?

Það er mikill auður í íslendingum erlendis. Það búa einhverjar þúsundir um allan heim. Þeir hafa það flestir sameiginlegt að hafa ekki tekið þátt í svallinu, vera ekki með milljónalán hangandi yfir hausnum og að hafa "alist upp" í allt öðru umhverfi. Þeir hafa lært siði síns lands, siði sem við getum sjálfsagt lært af. Þetta er yfirleitt vel menntað fólk.

Hvernig væri ef ríkið eða sveitarfélög hjálpuðu týndu sauðunum að koma heim aftur? Það vita allir að íslendingar erlendis eru alltaf á leiðinni.

1. Hafi viðkomandi sín mál á hreinu í viðkomandi landi, fær hann einhvers konar ríkisábyrgð. Hana er hægt að nota til að taka húsnæðislán í gjaldeyri viðkomandi lands.

2. Sauðurinn millifærir lánið yfir á gjaldeyrisreikning heima, kaupir íbúð á Íslandi og selur erlendu eignina*.

3. Sauðurinn flytur heim, borgar ábyrgðaraðila og lætur gott af sér leiða.

*Það er ekki sjálfgefið að hús seljist strax. Þess vegna er hjálp ríkis eða sveitarfélaga nauðsynleg. Fæstir geta borgað af tveimur húsnæðislánum í einu. Þess vegna myndi ábyrgðaraðili greiða af nýja láninu þar til eldri eign er seld. Þessum afborgunum yrði svo bætt ofan á höfuðstól þess láns sem eftir er.

Þetta kostar ríkið því ekkert, því allt er endurgreitt að lokum. Fólk sér sér fært að flytjast heim án þes að taka áhættu sem getur steypt því í gjaldþrot. Gjaldeyrir kemur í töluverðu magni inn í landið. Það þarf ekki nema 10 fjölskyldur til að koma u.þ.b. 250 milljónum hingað, 100 fjölskyldur gera 2.5 milljarða og svo framleiðis.

Þetta er gróf hugmynd, svo það væri gaman að heyra hvað fólki finnst.

 

PS. "burt með spillingarliðið" er átak einhverra bloggara. Við bætum þessu við titla til að minna fólk á að við viljum spillingarliðið burt.  


mbl.is Endurgreiða 2,5 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband